Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 23
eignaupptöku, annaðhvort á öllum eignum dómþola eða hluta þeirra.
Heimild til almennrar eignaupptöku var afnumin með tilskipun frá
24. september 1824. Tengsl eru milli sektarákvörðunar og eignarupp-
töku, einkum þegar erfitt er að sanna fjárhæð ólöglegs ágóða, sbr. 2.
mgr. 49. gr. hgl.3
II. TILHÖGUN OG NOTKUN FÉSEKTAHEIMILDA
Það kemur víða fram óbeint í refsilöggjöfinni, hvernig hlutverkum
er skipt milli refsitegundanna, sbr. 88. og 217. gr. hgl. og 3. mgr. 65.
gr. stj órnarskrárinnar. Fangelsi er þyngsta refsitegundin, síðan varð-
hald, en fésektir sú vægasta. Við samanburð á fangelsi og varðhaldi
hlýtur þó tímalengd dóma að skipta máli. Tveggja ára varðhald telst
þannig þyngri dómur en 30 daga fangelsi.4 En fésektir, sem eru væg-
ari refsitegund en refsivist,teljast aldrei þyngri refsing en refsivist, þ.e.
hæsta sektarrefsing að lögum er vægari refsing en skemmsta refsivist.5
Mikill munur er á hlutverki fésekta í alm. hegningarlögum og sér-
refsilögum. 1 hegningarlögum eru einkum ákvæði um meiri háttar
hefðbundin afbrot, sem þungar refsingar hafa legið við frá fornu fari.
Er algengast, að brot gegn þeim varði refsivist einvörðungu, stundum
aðeins fangelsi. Nokkuð er þó um það, að allar þrjár refsitegundirnar
séu tilgreindar, sbr. 215. og 219. gr. Oft er þessu hagað á þann veg, að
fangelsi og varðhald eru tilgreind sem aðalrefsitegundir, en fésektir
koma því aðeins til greina, að brot sé smávægilegt eða séretakar máls-
bætur fyrir hendi, sbr. 88. gi’., 92. gi’., 1. mgr. 218. gr. og 1. mgr. 259.
gr. hgl. 1 öðrum tilvikum er þessu öfugt farið, þannig að fésektum
skal að jafnaði beitt, en refsivist því aðeins, að brot sé stórfellt eða
sakir miklar. í lögunum eru fésektir og varðhald flokkuð saman í þessu
skyni andspænis fangelsi, sbr. 116. gr., 217. gr., 231. gr. og 263. gr. hgl.
Séu refsilækkunarástæður fyrir hendi, má dæma fésektir, þótt við
broti liggi einungis fangelsi eða varðhald endranær, sbr. 2. mgr. 20.
gr., 2. mgi’. 22. gi’., 74. gr. og 75. gr. hgl. 1 örfáum tilvikum varða brot
gegn hegningarlögum einungis fésektum, sbr. 117. gr., 153. gr., 2. mgr.
161. gr., 237. gr. og 260. gr.
3 Nánar Þórður Eyjólfsson: Upptaka ólöglegs ávinnings. Tímarit lögfr. 1952, bls. 204—
208 og H 1969:1312 (1329).
4 Stephan Hurwitz: Den danske Kriminalret, Alm. del. 4. útg. 1971, bls. 123.
5 Þórður Eyjólfsson: Fésektir. Tímarit lögfr. 1963, bls. 62.
229