Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Qupperneq 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Qupperneq 24
í sérrefsilögum er langtíðast, að brot varði einungis fésektum. All- algengt er þó, að fésektir teljist aðalrefsing, en heimilt sé að beita refsivist, einkum þegar brot er ítrekað eða sakir miklar að öðru leyti, sbr. 2. og 4. mgr. 126. gr., 130. gr. og 135. gr. tollalaga nr. 55/1987. Einnig er talsvert um það, að allar refsitegundirnar standi jafnfætis í lögum, sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, 33. gr. áfengis- laga nr. 82/1969, sbr. 5. gr. 1. 52/1978, og 124. gr., 1. mgr. 128. gr. og 129. gr. 1. nr. 55/1987. Langalgengast er þó, að fyrir umferðar- og áfengislagabrot komi fésektir í framkvæmd eins og fyrir önnur sérrefsi- lagabrot. Sé um ölvunarakstur að ræða, er yfirleitt ekki beitt refsivist fyrr en við þriðja eða fjórða brot, enda séu engin sérstök atvik, er auka saknæmi brots (nytjastuldur, líkamsmeiðing). Annað brotasvið sér- refsilaga má nefna, þar sem oft er dæmd refsivist, þ.e. í fíkniefnamálum, sbr. 5. gr. 1. nr. 65/1974, sbr. 1. nr. 13/1985. Ennfremur má nefna dæmi þess, að brot varði fésektum eða varðhaldi, sjá ýmis refsiákvæði loftferðalaga nr. 34/1964. Loks kemur fyrir, þótt fátítt sé, að brot varði einungis refsivist, sbr. síðari málsl. 162. gr. loftferðalaga nr. 34/1964 og 31. gr. fóstureyðingalaganna nr. 25/1975. Samkvæmt 80. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 var skylt að beita refsivist m.a. við ítrekuðum ölvunarakstursbrotum, en ítrekunarheimild þessi var af- numin með 1. nr. 54/1976, sjá nú 100. gr. 1. nr. 50/1987. Loks er hér nefnd 136. gr. kosningalaga nr. 80/1987. Almenna reglan við ákvörðun refsingar er sú að velja aðeins eina refsitegund í senn, hvort sem dæmt er um eitt brot eða fleiri. Það er greinilega á því byggt sem aðalreglu í ákvæðunum um brotasam- steyiDU í 77. og 78. gr. hgh, að aðeins einni refsitegund sé beitt við hverja refsiákvörðun, þegar fleiri brotum en einu lendir saman, og á sú regla einnig við, þótt annað eða sum brotin varði refsivist, en hitt (hin) fésektum. Heimilt er þó eftir undantekningarreglunni í 4. mgr. 77. gr. að dæma fésektir jafnframt refsivist, þegar svona stendur á, sbr. H 1973:690. Annað frávik frá aðalreglunni er í 2. mgr. 49. gr. hgl. Ákvæði þetta var nokkuð rýmkað með 4. gr. 1. nr. 101/1976. Ákvæðið er lítið notað nema í ákveðnum málaflokkum, einkum í fíkniefna- málum, sbr. H 1972:345 og 851, H 1982:1718, H 1983:2035. Ákvæði 2. mgr. 49. gr. hgl. tekur einnig til sérrefsilagabrota og á við, þótt ein- ungis refsivist liggi við broti. Ennfremur er tekið fram í nokkrum sér- refsilagaákvæðum, að fyrir tiltekin brot skuli eða megi dæma refsi- vist auk fésekta, eða vísað er til 49. gr. hgl., sbr. 3. og 4. mgr. 33. gr. 230
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.