Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Page 46
Aí vettvangi Jóhannes Sigurðsson hdl.: „BROADWAYMÁLIГ Dómur Hæstaréttar frá 17. október 1989 (nr. 119/1988) SAKARMAT I greinarstúf þessum verður fjallað um dóm sem Hæstaréttur íslands kvað upp hinn 17. október 1989 í máli Odds Vífilssonar gegn Veitinga- húsinu Álfabakka 8 h.f. og gagnsök. Dómurinn er einkum athyglis- verður fyrir mismunandi sakarmat sem kemur fram hjá dómurum Hæstaréttar og mun umfjöllunin hér á eftir einkum beinast að þessu atriði. MÁLSATVIIÍ Hinn 1. júní 1986 fór tjónþoli (0) á veitingahúsið Broadway sem rekið er af Veitingahúsinu Álfabakka 8 h.f. (V). Um nóttina féll 0 af handriði sem var umhverfis upphækkaðan danspall staðarins. 0 hafði sest upp á handriðið, sveiflað fótunum og misst þannig jafnvægið. Við þetta féll hann aftur fyrir sig niður á gólf í sal sem var undir dans- gólfinu, en gengið var niður í salinn á þeim stað þar sem 0 féll af hand- riðinu. Handriðið umhverfis danspallinn var 90 sm á hæð. Hæðin frá gólfi salarins undir danspallinum og upp að efri brún handriðsins var u.þ.b. 3,75 m. Handriðið sem 0 sat á var gert úr sívölum króm- pípum sem voru tæplega 4 sm í þvermál. Vegna slyssins varð 0 100% varanlegur öryrki. Nokkrum mánuðum áður en framangreint slys varð, eða nánar til- tekið 9. febrúar 1986, féll kona á milli hæða á sama stað og 0, og slasaðist hún talsvert. önnur dæmi voru um það að gestir hefðu fallið 252

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.