Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1989, Síða 66
dómarnir með tilheyrandi héraðsdómum eru gefnir út, enda nauðsynlegt fyrir lögmenn og aðra lögfræðinga að geta kynnt sér sem fyrst uppkveðna dóma Hæstaréttar. Þessi þjónusta hefur nú verið innt af hendi á þriðja ár og eru nú rúmlega 60 áskrifendur hennar aðnjótandi, aðallega lögmannsskrif- stofur en einnig opinberar stofnanir svo sem dómaraembætti. Þá gaf félagið út lagaskrá fyrir tímabilið október 1983—1988, en skrána tók Jóhann H. Níelsson hrl. saman. Er hér um að ræða skrá yfir ný Iög, Iaga- breytingar og brottfallin lög á greindu tímabili. Áður hafði félagið tvívegis gefið út sams konar skrár eftir Jóhann, sem náðu yfir styttri tímabil. Er ekki vafi á að lögmönnum og ýmsum öðrum er mikill fengur í skrá þessari og á Jóhann miklar þakkir skildar fyrir gerð hennar. ALMENN FÉLAGSSTARSEMI Almenn félagsstarfsemi var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Þó var um þá nýjung að ræða, eins og áður hefur verið minnst á, að ákveðið var að efna til sérstakra morgunverðarfunda, sem haldnir skyldu einu sinni í mán- uði yfir vetrartímann. Hugsunin á bak við þetta fundarform er að lögmenn geti komið saman og borið saman bækur sínar, en í jafn fjölbreyttu starfi og lögmannsstarfið er, koma upp mörg álitamál, þar sem einhlit svör liggja ekki í augum uppi. Gæti því verið til bóta að hafa sameiginlegan vettvang, þar sem málin eru rædd og tækifæri gefst til að ráðfæra sig hver við annan. Gert er ráð fyrir því að hverju sinni verði fenginn lögmaður — eða annar lögfræð- ingur, t.d. dómari, prófessor o.s.frv. — til að halda stutta framsögu um eitt- hvert afmarkað málefni og síðan verið fundurinn með umræðusniði. Og eins og áður segir hafa 3 slíkir fundir verið haldnir á starfsárinu og hafa viðbrögð lögmanna gagnvart þessu nýja fundarformi verið jákvæð. SÖLUSKATTUR AF LÖGMANNSÞJÓNUSTU Lögmenn hafa þurft að innheimta sérstakan söluskatt af þjónustu sinni frá 1. september 1987. Segja má að yfirleitt hafi framkvæmd innheimtunnar gengið snurðulaust, þrátt fyrir óljósa löggjöf um ýmis atriði. En tíma- bil söluskattsins virðist brátt á enda runnið því að vorið 1988 samþykkti Al- þingi frumvarp til laga um virðisaukaskatt. Taka lögin gildi um næstu áramót og rennur þá jafnframt út gildistími núverandi söluskattslaga. Að óbreyttu fellur þjónusta lögmanna að fullu undir lögin um virðisaukaskatt, sem leiða mun til verulegrar hækkunar á skatthlutfalli frá þvi sem nú er um sérstakan söluskatt. Er frumvarpið var til meðferðar á Alþingi samþykkti stiórn L.M.F.Í. að rita öllum þingflokkum og fjárhags- og viðskiptanefndum Alþingis bréf, þar sem vakin var athygli á nokkrum atriðum er vörðuðu virðisaukaskatt og raunar einnig sérstakan söluskatt af lögmannsþjónustu. Kom m.a. fram það sjónarmið að með fullum virðisaukaskatti á lögmannsþiónustu væri hætta á því, að þiónusta iögmanna færðist í vaxandi mæli til fvrirtækia og stofnana, sem hefðu lögmenn ( föstu starfi. Væri slik þróun fallin til að grafa undan sjálfstæði lögmannastéttarinnar. Þá var vakin athygli á því hverjir í raun myndu greiða skattinn, en að áliti stiórnar yrði hann í rfkum mæli greiddur af fólki, sem síður en aðrir hefðu bolmagn til að standa undir þungum skatt- greiðslum. Var í þessu sambandi m.a. nefndur sá stóri hópur fólks, sem ekki 272

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.