Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 8
og er það vonandi enn. Það var Pétri eðlileg viðbót við það vegamesti er
hann hlaut í föðurgarði að leita þangað frekari mennta og menningar. Hinn
snjalli kennari og íslenskumaður Sigurður skólameistari mun hafa átt sinn þátt
í því að Pétri varð íslenskt mál og íslensk fræði hugleikið svið. Hann vandaði
ræðu sína og rit og var áhugamaður í þessari grein, kenndi hana í nokkur ár,
var vel hagmæltur og kunni margt í kveðskap fomum og nýjum.
Pétur tók stúdentspróf vorið 1943 og nokkrum mánuðum síðar kvæntist
hann góðri og glæsilegri stúlku, Margréti Steinunni Jónsdóttur trésmiðs á
Fáskrúðsfirði Jónssonar. Hamingjan virtist brosa við hinum ungu hjónum. Þau
eignuðust sumarið eftir dótturina Jónu Láru, sem heitir eftir móðurforeldrum
sínum. Hún er nú skrifstofustjóri á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur, gift og á
þrjár dætur, sem allar hafa lokið stúdentsprófi og meira til. Pétur, sem nú
hafði fyrir fjölskyldu að sjá, frestaði háskólanámi og sneri sér að kennslu og
fleiri störfum og byggði fjölskyldunni lítið einbýlishús í Reykjavík, að mestu
með eigin höndum.
En nákvæmlega fjómm ámm eftir bráðkaupsdaginn lést konan af bráðum
sjúkdómi. Pétur stóð eftir með brostnar vonir og drauma og dóttur á bamsaldri.
Tengdaforeldramir komu til hjálpar um uppeldi dótturinnar. Pétur sneri sér að
nýju af alefli að laganáminu, sem hann lauk nú á þremur ámm. Gaf sér þó
tíma til að sitja í Stúdentaráði 1948 - 1949 og átti þá ásamt fleirum frumkvæði
að stofnun Lánasjóðs stúdenta og félagsheimilis þeirra. Hann var fram-
kvæmdastjóri Norræna stúdentamótsins 1950. í alþingiskosningunum haustið
1949 var hann í þriðja sætinu á lista Sósíalistaflokksins í Suður-Múlasýslu
með Lúðvík Jósefssyni sem þá varð annar landskjörinn. Ekki varð meira úr
í bili, frekar en hjá svo mörgum öðrum sem skemmta sér við stjónmálaþátttöku
og framboð á einhverju skeiði ævinnar.
A þjóðhátíðardaginn 17. júní 1950 skein sól í heiði að nýju í lífi Péturs.
Raunar í hádegisstað, því þann dag gekk hann að eiga ágætiskonuna Björgu
Ríkarðsdóttur myndhöggvara Jónssonar og hafði þá fyrir fáum vikum lokið
embættisprófi í lögfræði. Málflutningur og önnur lögfræðistörf í Reykjavík
tóku nú við. Ekki fór Pétur þó með öllu troðnar slóðir frekar en endranær,
því jafnframt gerðist hann bóndi í Mosfellssveit. Byggði sér nýbýli úr landi
Miðdals, sem hann nefndi Dalland. Allt þurfti að byggja frá grunni. Pétur
notaði vel kvöldin og helgamar. Nú er það einkum íbúðarhúsið sem ber
hugkvæmni Péturs og högum höndum lofsamlegt vitni.
Fjárhúsin hýsa nú gæðinga og í fiskeldistjöminni, sem Pétur bjó til sér til
gamans sunnan og ofan við bæinn, mun ennþá oftast vera fiskur á í fyrsta
kasti. En lögfræðistörfin og búskapurinn reyndust hvort um sig of krefjandi
til þess að saman færi. Pétur sneri sér því, með búskapnum, að kennslu við
skólann í hinu vaxandi þéttbýli í Mosfellssveit og kenndi þar fulla kennslu í
nokkur ár. Kennarahæfileikamir brugðust Pétri ekki, frekar en öðmm niðjum
séra Guttorms í Stöð. Hann varð fyrir þær sakir, svo og vegna félagslyndis
síns, greiðasemi og annarra mannkosta, vinsæll og vel kynntur í Mosfellssveit.
6