Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 72
stigi. Hann kvað það skoðun sína, að ekki ætti að koma á millidómsstigi hér að svo stöddu heldur efla og bæta núverandi skipan. Þá vék hann að hug- myndum um sameiningu héraðsdómsstóla sem nú eru uppi og kvað þær ekki sæta andstöðu, ræddi nokkuð sérmál dómara, endurmenntunarmál o.fl. og greindi að lokum frá skipun stjórnar Dómarafélagsins. Framtíð sýslumannsembættanna Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, flutti erundi um framtíð sýslumannsembættanna, rakti fyrst þróun þeirra og sögu frá ofanverðri 13. öld og greindi frá starfsemi þeirra til dagsins í dag. Hann lýsti í nokkuð ýtarlegu máli þeim málaflokkum öllum sem undir sýslumannsembættin heyra og ræddi um vægi verkefnanna í heildarstarfseminni. Taldi hann að um helmingur verkefnanna að umfangi heyrðu undir dómsmálaráðuneytið en hin ættu undir fjármála-, heilbrigðis- og tryggingarmála- og samgöngumálaráðu- neytin. Þorleifur rakti ýmis sjónarmið og hugmyndir um flutning stjómsýslu- þjónustu út um byggðir landsins án þess að færa stofnanir frá Reykjavík, en það hefði augljósa annmarka í för með sér. Hinn kostinn taldi hann yfirleitt fýsilegri, að efla sýslumannsembættin, t.d. með því að fela þeim ýmis ný verkefni í stjórnsýslu og úrlausn fleiri mála en nú er. Lýsti hann hugmyndum sínum um ákveðin svið og verkefni sem heppilegt væri að fela sýslumönnum, bæði í því augnamiði að færa þjónustuna til fólksins í hinum dreifðu byggðum og í hagræðingarskyni. Þ.á m. nefndi hann ýmsar skráningar, firmaskrá, fasteignaskrá o.fl. og aukin sáttastörf í einkamálum. Hugmynd hans er að sáttakæra verði á ný almenn regla, sýslumenn annist sáttaumleitun og hafi takmarkað úrskurðarvald, aðilar eigi þess kost að semja sig undir úrskurðar- vald hans. Ýmis atriði önnur nefndi Þorleifur, þar sem til álita kæmi að fela sýslumönnum úrskurðarvald, svo sem í sveitarstjórnarmálum, en í 117. gr. sveitarstjórnarlaga er gert ráð fyrir því. Hann kvað mega fela sýslumönnum að veita stofnunum hins opinbera þjónustu við ýmiskonar eftirlit. Hann kvað það skoðun sína, að nú væri ekki rétti tíminn til að fækka sýslumanns- embættum með sameiningu; það ætti að gera með þróun ýmissa annarra hluta í huga og líta til stjómkerfisins alls, þar á meðal sveitarfélaga og með því að reyna að ráða í framtíðarþróun. Umdæmi héraðsdómstóla Freyr Ófeigsson, dómstjóri á Norðurlandi hélt erindi sem hann nefndi: Er þörf á breytingum á umdæmum héraðsdómstóla? Hann kvað það megin- forsendu fyrir skiptingu landsins í dómstólaumdæmi að hlustað væri á raddir fólksins sem sækja þyrfti mál eða verja fyrir dómi. í því sambandi nefndi hann, að mjög kröftug mótmæli hefðu heyrst á Norðurlandi vestra vegna tillögu um að sameina dómstólinn þar dómstólnum í Norðurlandi eystra. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.