Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 69
skipaði nefndarmenn án tilnefningar; ef skipa ætti þriggja manna nefnd
starfandi dómara yrðu aðal- og varamenn 12 1/2% af dómarastéttinni; dómarar
verði sjálfir að setja þessa nefnd á stofn og bera ábyrgð á henni; þá þyrfti að
líta til verkefnanna; ekki væri fært að veita aganefnd vald til að víkja dómara
frá um stundarsakir, slíkt gengi ekki stjómskipulega; huga þurfi að
breytingum, taka valdið af ráðherra; sjálfstæði dómstóla verði aldrei fullkomið
ef ráðherra geti vikið dómara frá.
Ólöf telur að drögin þyrfti að vinna betur, er Pétri Hafstein sammála og vill
gera hans orð að sínum; staða dómstjóra sé óljós, nógu erfið nú og skýrist
ekkert af meirihlutaálitinu; samkvæmt því eigi áminning að sæta kæru til
aganefndar, en ef dómstjóri fái áminningu sé hún ekki kæranleg; þetta þurfi
að endurskoða.
Ólöf spyr í hvaða farvegi málið sé. Hrafn segir ákvæði um agamál og
úrlausn þeirrar verða í frumvarpi að dómstólalögum; álitið sé til
endurskoðunar hjá réttarfarsnefnd.
Fundarstjóri beinir því til nýrrar stjómar að boðað verði til sérstaks fundar
u agamálin.
Um stöðu dómara í Evrópu
Steingrímur Gautur gerir grein fyrir reglum um stöðu dómara í Evrópu sem
unnið er að um þessar mundir á vegum Evrópudeildar Alþjóðasambands
dómara, sbr. greinargerð um það efni í 3. hefti tímaritsins, bls. 182-184.
Skýrsla stjórnar
Formaður bendir á, að skýrslu stjórnar hafi verið dreift ásamt reikningum
félagsins og telur því ekki ástæðu til að lesa hana. Hann býður Skúla Pálmason
velkominn í stétt dómara og minnist látinna félagsmanna, Magnúsar Þ. Torfa-
sonar, Þórðar Björnssonar, Jónasar Gústavssonar og Péturs Þorsteinssonar.
Sigríður Ingvarsdóttir gjaldkeri kveðst svara fyrirspumum.
Reikningamir eru bomir undir fundinn og samþykktir samhljóða.
Inngöngubeiðni Ragnheiðar Bragadóttur, dómarafulltrúa við Héraðsdóm
Reykjavíkur er samþykkt einróma.
Formaður getur þess að komið hafi í Ijós að dómsmálaráðuneytið, sem er
einn þriggja aðila dómaraþings, sýni undirbúningi og þáttöku í þinginu
takmarkaðan áhuga. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort eigi að láta
nægja að halda dómsmálaþing annað hvert ár þannig að Dómarafélagið og
Sýslumannafélagið gætu þá efnt til tveggja daga funda það ár sem
dómsmálaþing væri ekki haldið; þá mætti halda fundi Dómarafélagsins úti á
landi, hvar sem væri. Steingrímur lýsir sig mótfallinn þessari hugmynd og
Olafur Börkur Þorvaldsson, héraðsdómari á Austurlandi segir hana ekki frá
sér komna. Hann segist telja að aðalfundur mætti vera lengri en 4 klst. og að
ef sýslumenn vilji halda dómsmálaþing annað hvert ár, muni hann ekki
andmæla því.
67