Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 59

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 59
Þjóðir, sem heimila ekki lögmannsaðstoð við frumrannsókn, hafa þann háttinn á vegna ótta um að hún muni tálma rannsókn. Þetta sýnir hver vandkvæði eru á að ná jafnvægi milli nauðsynjar þess að varpa ljósi á staðreyndir og einstaklingsverndar. 3. I öllum ríkjunum er viðurkennt að sakbomingi beri engin skylda til að svara spumingum þótt það komi ekki skýrum stöfum fram í löggjöf þeirra allra. Sums staðar ber að upplýsa sakborning sérstaklega um þetta atriði í upphafi yfirheyrslu. 4. Af góðum og gildum ástæðum hefur lögreglan venjulega heimild til að stöðva mann til að ganga úr skugga um hver hann er, og jafnframt, ef nauðsyn ber til, að fara með hann á lögreglustöð. Víðast eru ítarleg lagaákvæði um heimildir lögreglu til að hneppa mann í hald. Algengara er að mælt sé fyrir um ráðstafanir til tryggingar öryggi sakbom- ings eftir handtöku. 5. í öllum ríkjunum eru þeim tíma sem lögreglu er heimilt að hafa sakborning í haldi sett takmörk í lögum. 6. Leit að munum er almennt háð dómsúrlausn af tilliti til einstaklings- réttinda. Þessu skilyrði er þó vikið til hliðar ef nauðsyn ber til að grípa til tafalausra aðgerða. 7. Varðandi leit á manni rekast á hagsmunir einstaklingsréttinda og hin ríka þörf tafarlausra aðgerða. Leit á manni er tvenns konar. Yfirborðsleit er bundin við klæðnað. Slík leit er undir venjulegum kringumstæðum heimil gagnvart hverjum þeim sem hefur verið handtekinn eða er undir rökstudd- um grun um að fela á sér ólöglega eða hættulega muni. Þrengri heimildir eru til líkamsleitar, þar með talinnnar leitar innvortis. 8. Lögreglunni er er venjulega heiinilt að að leggja hald á hluti sem fínnast við slíka leit. 9. í mörgum ríkjum er lögreglu almennt óheimilt að krefjast sýna úr mönn- unt (blóðs, munnvatns, þvags, hárs, nagla) án leyfis þess sem í hlut á. Þar sem lögreglan hefur slíkar heimildir eru þær bundnar ströngum skilyrðum. Hvarvetna eru sérreglur um töku blóðsýna vegna umferðarlagabrota. Baráttan gegn eiturlyfjaneyslu hefur sömuleiðis orðið tilefni til sérheimilda. 10. í flestum ríkjunum hefur ákæruvaldið umsjón með meðferð rannsóknar- valds lögreglu. í nálega öllum ríkjunum getur dómari hafnað eða útilokað sönnunargögn sem lögreglan hefur aflað með ólögmætum hætti. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.