Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 44
A fengið greidda með veðskuldabréfi, sem væri óvenjulegur greiðslueyrir í
skilningi 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. Af hálfu A var meðal annars á því
byggt, að hann hefði greitt mun meira fyrir veðskuldabréfið en nam
vanskilaskuld seljenda við þriðja aðila og að hann hefði verið í góðri trú.
í héraðsdómi var fallist á kröfu þrotabúanna um riftun með þeim
rökstuðningi að upplýst væri, að A greiddi veðskuld, sem var í vanskilum er
hann yfirtók skuldina með kaupsamningi við E, M og V sf. Seljendur hefðu
síðan greitt honum með veðskuldabréfi því, sem málið laut að. Ekki hefði
komið fram hvenær ráðstöfunin hefði átt sér stað, en líta yrði svo á, að það
hefði verið eftir útgáfudag bréfsins, þann 29. mars 1988. Greiðsla með kröfu
á hendur þriðja aðila, svo skömmu fyrir frestdag, væri óvenjulegur greiðslu-
eyrir í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978.
I dómi Hæstaréttar var komist að öndverðri niðurstöðu og kröfu um riftun
hafnað, en þar segir svo:
...Hér er um að rœða fasteignaviðskipti málsaðila og uppgjör kröfu vegna þeirra.
Veðskuldabréf eru algengur og venjulegur greiðslueyrir í fasteignaviðskiptum. Hvort
skuld telst greidd með óvenjulegum greiðslueyri í skilningi I. mgr. 54. gr.
gjaldþrotalaga fer eftir atvikum og eðli viðskipta aðilja hverju sinni. Eins og á stóð
verður ekki talið að umrætt veðskuldabréf, enda þótt það sé útgefið af þriðja aðila,
hafi verið óvenjulegur greiðslueyrir í þessum viðskiptum þannig að riftanlegt sé
samkx’œmt I. mgr. 54. gr. gjaldþrotalaga. ...
NIÐURLAG
Eins og segir í dómi Hæstaréttar, eru veðskuldabréf algengur og venjulegur
greiðslueyrir í fasteignaviðskiptum. Sem dæmi má nefna, að algengt er sam-
kvæmt kaupsamningum um fasteignir, að kaupandi greiði hluta kaupverðs með
því að gefa út skuldabréf til seljanda, tryggt með veði í hinni seldu eign,
svokölluð eftirstöðvabréf. Þá má einnig geta þess, að gjaman er verulegur
hluti kaupverðs fasteigna greiddur með húsbréfum, eins og alkunna er. Krafa
sú, er haldið var fram að efnd hefði verið með óvenjulegum greiðslueyri í
dómsmáli því, sem hér er til umfjöllunar, var ekki samningsbundin greiðsla
samkvæmt kaupsamningi aðila. Um var að ræða kröfu kaupanda til skaðabóta,
þar sem hann varð að greiða vanskilaskuld seljenda sér óviðkomandi. Er
ástæða til að draga í efa að venjulegt sé að bótakröfur af þessum toga séu
greiddar með veðskuldabréfi seljanda á hendur þriðja aðila. Verður ekki séð
að haft geti þýðingu í því sambandi hvemig tíðkanlegt er að seljendur og
kaupendur fasteigna semji um gagnkvæmar efndir sín á milli í kaupsamn-
ingum.
Af dómi Hæstaréttar verður ekki ráðið með vissu hvað lá því til grundvallar
að greiðsla skuldar, sem innt var af hendi með kröfu skuldara á hendur þriðja
aðila, var ekki talin óvenjulegur greiðslueyrir þannig að riftanleg væri sam-
kvæmt 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. Virðist niðurstaða þessi ekki vera í
samræmi við aðra dóma Hæstaréttar, sem gefið hafa bæði fyrir og eftir HRD
42