Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 55
Þorvaldsdóttir héraðsdómari tók á móti gestunum ásamt fulltrúa sínum.
Skoðuðu gestir húnæði dómsins og snæddur var sameiginlegur hádegisverður
áður en ekið var um Borgarfjörð og upp að Langjökii en síðan Kaldadal til
Reykjavíkur. Gestirnir héldu af landi brott eftir hádegi sunnudaginn 11. júlí.
Þegar niðurstaða er dregin af ferð þessari má fullyrða að hún hafi verið
ánægjuleg fyrir alla aðila. Fannst gestunum tvímælalaust mjög vel að hinum
nýju dómstólum búið og undruðust hversu miklu hafði verið áorkað á stuttum
tíma í þeim efnum.
I öðru lagi var mjög gagnlegt að ræða við Claus Larsen. Fullyrða má að
gagnsemi þeirra kynna sem þama tókust séu ekki öll komin fram enn en vel
má hugsa sér að margir dómarar muni í framtíðinni líta inn í Byretten í
Kaupmannahöfn til að kynna sér starfsemi hans og njóta við það kynna sinna
við forseta réttarins Claus Larsen.
Dómsmálaráðuneytið veitti félaginu 100.000 króna framlag til að standa
straum af kostnaði við ferðalagið og kann stjórnin ráðuneytinu hina bestu
þökk fyrir.
Fyrir hönd stjómar Dómarafélags íslands er Claus og frú Agnete þökkuð
sérlega góð viðkynning.
Þá fylgja Claus Larsen hamingjuóskir með hið nýja starf.
Eggert Óskarsson tók þátt í 9. norræna dómaranámskeiðinu í sjórétti sem
haldið var í Bergen í Noregi 4. til 6. október.
Nefndir sein tilnefnt er í á vegum félagsins.
Steingrímur Gautur Kristjánsson var tilnefndur árið 1991 í umsagnarnefnd
um veitingu héraðsdómaraembætta, sbr. 5. gr. laga nr. 92/1989.
Hjördís Hákonardóttir var árið 1991 tilnefnd í gjafsóknarnefnd. sbr. 125. gr.
laga nr. 91/1991.
Fylgiskjal I.
Alþjóðaþing dómara í Sáo Paulo 1993
Alyktanir 1. nefndar
Viðfangsefni nefndarinnar: Aðgangur að dómstólum
Spurningalisti var sendur fulltrúum 29 landa. Svör bárust frá 20 þeirra þ.e.
Austurríki, Liechtenstein, Marokkó, Sviss, Kanada, Danntörku, írlandi Noregi,
Svíþjóð, Grikklandi Tanzaníu, íslandi, Túnis, Spáni, Argentínu, Portúgal,
Italíu, Frakklandi og Belgíu.
Niðurstaða nefndarinnar
Einkunt þarf að hafa í huga tvö atriði þegar aðgangur að dómstólum er
skoðaður. í fyrsta lagi er það grundvallaratriði í öllum lýðræðisríkum að
53