Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 46
A VIÐ OG DREIF
SKÝRSLA STJÓRNAR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS
STARFSÁRIÐ 1992-1993
Aðalfundur Dómarafélags Islands 1992
Aðalfundur Dómarafélags íslands var haldinn í Borgartúni 6 í Reykjavík,
11. nóvember 1992.
Valtýr Sigurðsson, formaður félagsins, setti fundinn. Eftir að starfsmenn
fundarins höfðu verið skipaðir var tekinn fyrir dagskrárliðurinn: Sjálfstœði
dómstóla eftir gildistöku laga nr. 9211989.
Fyrri framsögumaður, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri fjallaði um
aðdraganda að setningu laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði
og það markmið að frekar verði unnið að eflingu sjálfstæðis dómstóla. Fjallaði
hann sérstaklega um nýmæli um hæfnisnefnd og dómstóla, síðan um eftirlit
með starfsemi dómstóla og lýsti þá þeirri skoðun sinni að ráðuneytið hefði
visst eftirlitshlutverk með starfsemi dómstólanna.
Friðgeir Bjömsson dómstjóri í Reykjavík var síðari framsögumaður. Nefndi
hann 6 höfuðatriði sem sjálfstæði dómstóla væri fólgið í:
1. Að tryggt sé að stjómvöld eða framkvæmdavaldið hafi ekki áhrif á
dómara.
2. að dómarar séu hæfir og vammlausir, lögflærðir og skipaðir hlutlægt.
3. að dómarar séu nógu margir til að dómstörf tefjist ekki vegna skorts á
mannafla.
4. að dómstólar séu vel búnir tækjum.
5. að dómarar séu sæmilega launaðir.
6. að dómarar hafi ekki önnur störf með höndum en dómstörf.
Að framsöguerindum loknum fóru fram pallborðsumræður. Þátttakendur í
þeim, auk framsögumanna, voru Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar,
Hrafn Bragason hæstaréttardómari, sem stýrði umræðunum, og Steingrímur
Gautur Kristjánsson héraðsdómari.
44