Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 42
liagað viðskiptum sínum með áþekkum hætti og í hve miklum mæli. Þegar atvik eru með þessum hætti, er síður ástæða til að telja greiðslu varhugaverða og réttmætt að telja að hana megi rekja til fjárhagsörðugleika skuldara.2 DÓMAR VARÐANDI ÓVENJULEGAN GREIÐSLUEYRI í dómi Hæstaréttar frá 18. nóvember 1993 reyndi á hvort greiðsla skuldar með veðskuldabréfi á hendur þriðja manni teldist óvenjulegur greiðslueyrir. Bæði fyrir og eftir að dótnur þessi gekk, hafa gengið dómar, sem varða það álitaefni. hvort kröfur skuldara á hendur þriðja rnanni teljast óvenjulegur greiðslueyrir. Verður í stuttu rnáli gerð grein fyrir dómum þessum. HRD:1987I210. Málavextir voru þeir, að A gerði kaupsamning um vörutager og leigusamning umfasteign við S hf. á árinu 1983.1 húsnœði þessu rak A síðan verslun. Vanskil urðu af hálfu A á greiðslu húsaleigu. Þann lO.febrúar 1984, fór fram uppgjör á skuld A við S hf. með þeim hœtti, að A afhenti víxil og 23 kaupsamninga/skuldabréf, sem hann átti vegna vörusölu úr verslun sinni. Þann 8. ágúst 1984, var krafist gjaldþrotaskipta á búi A og var úrskurður kveðinn upp 11. desember sama ár. Þrotabú A höfðaði mál á hendur S hf. og krafðist þess að rift yrði greiðslu á þeim hluta skuldar A við S hf, sem framfór með afhendingu áðurgreindra skjala. Byggði þrotabúið á því, að um greiðslu skuldar með óvenjulegum greiðslueyri hefði verið að rœða og greiðslan því riftanleg samkvœmt 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6H978. I dómi héraðsdóms, sem staðfestur var með dómi Hœstaréttar, var komist að þeirri niðurstöðu, að kröfur á aðra vœru ekki venjulegur greiðslueyrir í viðskiptum manna almennt. Þá þótti ósannað, að þessi greiðslumáti væri venjulegur í þeim viðskiptum, sem A hefði átt við S hf. eða að einhverjar sérstakar ástœður hefðu gert hann eðlilegan. Á þessum tíma hefði A ekki átt reiðufé til greiðslu skuldarinnar. Var því fallist á kröfu þrotabúsins um riftun. HRD:1992H033. Bú Kaupfélags V-Barðstrendinga var tekið til gjaldþrotaskipta, þann 18. nóvember 1987, en áður hafði félagið haft heimild til greiðslustöðvunar. Frestdagur við skiptin taldist 2. október 1987. Einn af kröfuhöfum félagsins var Kaupfélag Eyfirðinga. Kaupfélögin gerðu með sér samkomulag í ágúst 1987 um að hluti skuldarinnar yrði efndur með því að Kaupfélag V-Barðstrendinga léti af hendi tvö skuldabréf, gefin út af Bíldudalshreppi og eitt gefið út af einstaklingi. Þb. Kaupfélags V-Barðstrendinga höfðaði mál á hendur Kaupfélagi Eyfirðinga og krafðist þess, að greindri ráðstöfun yrði rift. Þrotabúið byggði málshöfðunina m.a. á því, að um óvenjulegan greiðslueyri hefði verið að rœða, sbr. 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. Af hálfu Kaupfélags Eyfirðinga var því haldið fram, að ekki hefði verið um óeðlilegan greiðslueyri að rœða og að greiðslan hefði verið venjuleg eftir atvikum. Algengt vœri að kröfur á aðra vœru notaðar til að standa skil á skuldbindingum og kaupfélögin greiddu iðulega skuldir sín á milli með skuldabréfum á þriðja aðila. Kom fram í málinu, að á árinu 1986 hefði Kaupfélag V-Barðstrendinga gert upp skuld við Kaupfélag Eyfirðinga með afhendingu skuldabréfs. Hœstiréttur féllst á riftunarkröfu, en þar segir svo: „Greiðsla á peningakröfum með skuldahréfum frá þriðja aðila, eins og hér um rœðir, getur að jafnaði ekki talist venjulegur greiðslueyrir í viðskiptum manna. Aðilar höfðu ekki samið um þennan greiðslumáta fyrir fram, og gagnáfrýjanda hefur ekki tekist að sanna, að þetta hafi verið venjulegur greiðslueyrir í viðskiptum aðila." 2 Stefán Már Stefánsson: íslenskur gjaldþrotaréttur, bls. 166-167. Viðar Már Matthíasson: Riftunarreglur gjaldþrotalaga, Tímarit lögfræðinga 1988, bls. 101-106, Niels 0rgaard: Konkursret, bls. 93-97. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.