Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 56
dómsvaldið standi vörð um almenn mannréttindi og tryggi að allir eigi þess kost að ná rétti sínum. Forseti Alþjóðasambands dómara lagði áherslu á þennan þátt í opnunarræðu sinni í Sao Paulo. Til þess að þetta grund- vallaratriði sé virt, en það er bundið í stjómarskrám margra ríkja, er brýnt að almenningur eigi greiðan aðgang að dómstólum. Sé slíku ekki til að dreifa er þetta grundvallaratriði brotið. I öðru lagi var á það bent varðandi einkamál, að ef aðgangur að dóm- stólunum væri án takmarkana, væri hætta á að dómstólarnir yrðu yfirhlaðnir málum sem mörg hver hefði mátt leysa án dómsmeðferðar. Þegar mál fá ekki meðferð fyrir dómi innan eðlilegs tíma eru þessi grundvallaratriði, sem hér hafa verið rakin ekki virt. Af þessu leiðir að nauðsynlegt er að tryggja annars vegar greiðan aðgang að dómstólunum en hins vegar að gæta þess að sá aðgangur verði ekki svo greiður að úr hófi gangi þannig að valdi töfum á rekstri dómsmála. Varðandi rekstur einkamála voru það einkum tvö atriði sem skoðuð voru sérstaklega, þ. e. réttargjöld annars vegar og hins vegar þau gögn sem nauð- synleg teljast til að reka dóntsmál. Hvað varðar réttargjöld almennt var nefndin einróma sammála um að upphæð þeirra yrði að vera hófleg þannig að aðgangur að dómstólunum yrði ekki þrengdur um of. Þrjú atriði voru skoðuð sérstaklega að þessu leyti, þ.e. kostnaður við undirbúning málsóknar, kostnaður við rekstur málsins fyrir dómi og kostnaður við lögmannsþjónustu. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þingfestingargjöld væru almennt í hófi og hindruðu ekki aðgang að dómstólunum. (Hjá flestum þjóðum var þirtgfestingargjald á bilinu kr. 2.000,- til 10.000,-. Aðeins Noregur skar sig úr með u.þ.b. kr. 29.000,-. Akvörðun um þessa fjárhœð í Noregi, sem ákveðin var fyrir um 10 árum, var borin undir Stórþingið þar sem sérstaklega var kannað hvort hún bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Innskot) I mörgum löndum er kostnaðarsamt að birta stefnu. Viðurkennt var að stefnubirting með stefnuvottum tryggði best að stefndi fengi að vita um fyrirhugaðan málarekstur. Engu að síður er stefnubirting í pósti víða heimil og þykir fullnægjandi en slík þjónusta er að jafnaði ódýrari en þjónusta stefnuvotta. Nefndin kannaði kostnað sérfræðinga, matsmanna og vitna en kostnaður vegna þessara þátta var almennt talinn aðilum dómsmáls þungbær. Bent var á að leita mætti opinberrar réttaraðstoðar í samræmi við reglur viðkomandi landa en þær reglur reyndust mjög mismunandi og sumar hverjar ófull- nægjandi. (A Spáni er t.d ekki um slíka aðstoð að rœða og í flestum löndum er hún bundin við ákveðna fjárhœð þannig að meirihluti lögmanna hefur ekki áhuga á að reka slík mál. Innskot) Bent var á að víða væri hægt að kaupa vátryggingu sem bætti útgjöld vegna reksturs dómsmáls en iðgjöld slíkra trygginga væru þó ekki á allra færi. Fleiri atriði voru rædd, svo sent skylda lögmanna til að veita lögfræði- þjónustu, og heimildir aðila til að fara sjálfir með mál sín. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.