Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 27
þeir eru samviskulausir í innlieimtum, þeir taka að sér skítverk, þeir eru forhertir ef því er að skipta. Eg tók eftir því í sjónvarpsfréttum nýlega þegar skýrt var frá illræmdu fasteignakaupamáli, þar sem gjaldþrot rak gjaldþrot og hver skúrkurinn virtist reyna að leika á hinn, þá var þess getið að með einum skúrknum mætti sjá á skerminum “umdeildan” lögfræðing. Varla fór á milli mála hvað átt var við með orðinu umdeildur. Lögfræðingurinn var sem sagt vondur pappír eins og skjólstæðingurinn. Þetta er almannarómurinn, lögfræð- ingar eru margir hverjir vafasamir og það er kallað að vera umdeildur. Ekki bætir úr skák þegar lögmenn verða uppvísir að því að hafa dregið sér fé svo milljónatugum skiptir. Eg man í fljótu bragði eftir þrem sem hafa misst málflutningsréttindi sín. Ekki hjálpar þetta upp á ímyndina. Man ég þá eftir einhverju jákvæðu? Jú, margir lögfræðingar hafa gott orð á sér, þykja sómakærir, heiðarlegir og vandaðir. Sem betur fer eru þeir í meirihluta. En verk þeirra komast sjaldan í fjölmiðla. Lögfræðingar fá ekki einkunnir eða verðlaun. En þeir fá orðstír. Sá orðstír byggist ekki ailtaf á góðri lagakunnáttu eða góðri málfærslu. Hann byggist ekki síður á siðferðilegu mati, þeirra eigin siðferði, sanngimi og réttsýni. Því miður er það svo að það þarf ekki nema einn gikk í hverja veiðistöð til að spilla ímyndinni. Eg tók það fram í upphafi að ég vissi raunar ekki til að almenningur hefði neitt eitt álit á lögfræðingum en ef það er til þá býður mér í grun að það sé ekki gott. Lögfræðingar eru nógu góðir til að leita til, þeir eru nógu góðir til að setja fram ítrustu kröfur og þeir eru nógu góðir til að ætlast sé til að þeir kunni lögin. En þegar kemur að greiðslum eða launum fyrir vinnuna, þegar kemur að slysunum og þegar kemur að gikkjunum í veiðistöðinni, þá er tilhneiging til að alhæfa og fordæma heila stétt. Spurt er: hver er hin siðferðilega ímynd lögfræðinga í augum almennings? Skyldi vera spurt af gefnu tilefni? Skyldi það vera tilviljun að leitað er til ritstjóra til að svara spumingunni? Lögfræðingar hafa réttilega áhyggjur af orðspori sínu og fjölmiðlar eru að vissu leyti vettvangur almenningsálitsins. Fjölmiðlar eru skoðanamótandi með því að leggja áherslu á sumar fréttir frekar en aðrar. Með því að leggja áherslu á vondar fréttir frekar en góðar. Með því að draga skúrkana fram í dagsljósið. Með því að segja sannleikann um það sem er að gerast og um þá sem gera eitthvað. Ég sagði áðan að lögfræðingar væru ekki annað en þeir eru: marglitur hópur margvíslegra manna. Áður fyrr voru fréttir ekki eins opinskáar og skúrkunum var hlíft ef þeir áttu eitthvað undir sér, voru í réttum flokki eða þekktu ritstórann. Nú þýðir ekki lengur að þekkja ritstjórann og nú þurfa menn að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þetta þýðir að lögfræðingar, jafnt sem aðrir þjóðfélagshópar koma fram í dagsljósið í öllu sínu munstri og myndum, hinn margliti hópur er marglitur, eins og hann hefur alltaf verið. Það var ekki sagt frá því upphátt, heldur hvíslað um það á götuhomum. Nú er sagt frá því í fjölmiðlum. Það er svo efni í annan fund hver sé hin siðferðilega ímynd fjölmiðla! 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.