Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 37
komi hér á landi enda yrði það alltof þungt í vöfum. Hins vegar má hugsa
sér að völd og áhrif endurskoðenda verði aukin frá því sem nú er og þá
einkum í þá átt að þeir hafi með höndum stjómunarlega endurskoðun í meira
mæli en nú er. Eins og áður er sagt ganga hlutirnir oft þannig fyrir sig að
framkvæmdastjórinn ræður, eða hefur áhrif á það, hverjir eru í stjóm félagsins
en hluthafar samþykkja síðan hugsunarlaust með því að rétta upp hönd. Eins
og lögin eru hugsuð á þetta að ganga hina leiðina. Þetta vandamál hefur verið
á dagskrá í nágrannalöndunum og það er til staðar hér á landi þótt það hafi
ekki mikið verið rætt opinberlega.
4. Ábyrgð stjórnendanna
Þar sem hin framangreindu atriði hafa ekki mikið komið til umræðu hér á
landi hefur spumingin um aukna ábyrgð stjómenda hlutafélaga verið nokkuð
á dagskrá. Er það bæði skaðabótaábyrgð og refsiábyrgð sem rædd hefur verið.
Margir hafa farið illa út úr þeim stóru gjaldþrotum sem orðið hafa síðastliðinn
áratug, og er þá eðlilega spurt hvort sá sem veldur sé að stórfelldu tjóni með
því að halda uppi vonlausum rekstri sé ekki ábyrgur fyrir því tjóni sem hann
veldur. Bæði hluthafar og viðskiptamenn geta orðið fyrir tjóni. Hluthafarnir
geta þó síður kvartað nema framkvæmdastjórinn fari út fyrir það umboð eða
verksvið sem honum var falið. I þessari grein langar mig til að fara inn á
þessa hluti lítillega de lege ferenda.
í mörgum tilfellum er ekki rétt að skella skuldinni á framkvæmdastjóra þótt
illa gangi. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og í því óstöðuga
efnahagsumhverfi sem við höfum búið við hefur öll áætlanagerð verið harla
torveld. Að hinu leytinu er það augljóslega vítavert að valda tjóni ef aðstæður
eru augljósar og ekkert nema stórfelldur taprekstur framundan. Hvar á að
draga mörkin og hvaða skyldur á að leggja á herðar forstjórunum?
í nágrannalöndunum er framkvæmdastjórum hlutafélaga skylt að kveða
saman hluthafafund ef félagið hefur tapað verulegum hluta af eigin fé sínu.
Þessi regla hefur verið lögfest að frumkvæði Evrópubandalagsins. Það er
eitthvað mismunandi hvemig hún er útfærð í lögum nágrannaþjóðanna en það
skiptir minnstu máli. Þegar svona er komið er margt sem kemur til greina. í
fyrsta lagi að biðja um greiðslustöðvun og athuga málið. Þessi leið hefur
stundum verið farin hér á landi en venjulega allt of seint. í öðru lagi má hugsa
sér að stjórn og framkvæmdastjóra beri að tilkynna um þetta ástand sérstaklega
til hlutafélagaskrár. Þar gætu viðskiptavinir athugað gang mála og metið það
hvort óhætt sé að skipta við félagið í framtíðinni. í þriðja lagi mætti hugsa
sér að lögfest verði skylda til einhvers konar endurskipulagningar við þessar
aðstæður. Stjórn skuli segja af sér, ráðinn nýr framkvæmdastjóri, skylt sé að
leita til almennings með aukið hlutafé o.s.frv.
Hér á landi hefur umræðan snúist unt það hvernig hægt sé að gera
stjórnendur ábyrga þegar í óefni er komið en hið raunhæfa er að koma í veg
fyrir þetta óefni sem tjóninu veldur. Um það ætti umræðan að snúast.
35