Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 53
viðkomandi landa og kannar raunverulegt sjálfstæði dómsvaldsins. í einu slíkra tilvika, þ. e. varðandi umsögn Slóveníu, kom í ljós að dómarar þar í landi mæltu með að umsókninni yrði hafnað enda runnin undan rifjum ríkisstjómarinnar sem ætlaði með aðild að félaginu að sýna fram á heilbrigt dómsvald í landinu þegar að því kæmi að leita aðildar að Evrópubandalaginu. Forseti Alþjóðasamtaka dómara er Philippe Abravanel frá Sviss. Fundur Evrópudeildar samtakanna var haldinn í tengslum við þingið en þar eiga sæti dómarar frá löndum Evrópubandalagins. Evrópsku dómaramir utan bandalagsins voru áheymarfulltrúar á þinginu. Forseti deildarinnar er Reiner Voss, formaður Dómarasambands Þýskalands. A þeim fundi kom fram að aukin tengsl eru milli félagsins og ýmissa deilda Evrópubandalagsins. Til gamans má geta þess að daganna 26. til 28. ágúst sl. var haldin á vegum Evrópuráðsins ráðstefna í Reykjavík um félagafrelsi. Hrafn Bragason sótti ráðstefnuna í nafni Alþjóðasamtaka dómara og gerði formaður grein fyrir ráðstefnunni og niðurstöðum hennar á fundinum í Sao Paulo. Hins vegar kom ekki boð frá dómsmálaráðuneytinu til Dómarafélags íslands um þátttöku en þess ber að geta að hana sóttu um 100 manns. SEND (Samarbetsorganet för efterutbildning av nordiska domare.) Stjórn SEND hefur að því er virðist gefist upp á að tilkynna félaginu um starfsemi sína og er það ef til vill skiljanlegt þegar til þess er litið að félagið hefur aldrei átt þess kost að taka þátt í störfum SEND vegna fjárskorts. Þegar litið er til starfsemi dómarafélaga í nágrannalöndum okkar má sjá að endurmenntun dómara er þar ofarlega á blaði. Starfsemi SEND er aðeins hluti af því viðantikla starfi sem þar á sér stað. Það er mjög miður að við skulum ekki hafa borið gæfu til að taka þátt í þessu starfi en fullyrða má að endurmenntun íslenskra dóntara sé lítil og ómarkviss. Það væri verðugt verkefni næstu stjórnar að komast inn í starf SEND og taka þátt í því af alefli. Valtýr Sigurðsson sat aðalfund Dómarafélags Danmerkur 6. og 7. október. Evrópudeild Alþjóðasamtaka dómara hefur um skeið unnið að gerð grundvallarreglna um stöðu dómara í Evrópu. Stjóm Dómarasambands Þýskalands bauð til fundar sem haldinn var þann 20. mars sl. í Wiesbaden í Þýskalandi. Valtýr Sigurðsson sótti fundinn af hálfu Dómarafélags íslands. Þar tókst að ná samkomulagi um orðalag og markmið. Nánari grein er gerð fyrir þessu máli í 3. hefti tímaritsins, bls. 182-184. A þinginu flutti Merz, forstjóri Deutscher Richterakademie í Trier, erindi um deild fyrir Evrópurétt sem stofnuð hefur verið við akademíuna. Hér er um viðamikla námskrá að ræða sem íslenskir dómarar ættu að kynna sér nánar. Með EES samningnum er þeim tryggður réttur til þátttöku í námskeiðum á vegum deildarinnar. Forstjórinn benti á að margar þjóðir hefðu tryggt sér fyrirfram tiltekinn þáttökurétt í námskeiðum akademíunnar og gæfist síðan dómurum viðkomandi ríkis færi á að sækja um þátttöku. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.