Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 7
Pétur Þorsteinsson
sýslumaður
Pétur Þorsteinsson
sýslumaður
MINNING
Pétur Þorsteinsson fyrrum sýslumaður Dalamanna var fæddur hinn 4. janúar
1921 að Óseyri við Stöðvarfjörð, en lést hinn 23. október 1993 á 73. aldursári.
Pétur var kominn af austfirskum útvegsbændum og prestum. Faðir hans var
Þorsteinn Mýrmann, útvegsbóndi og kaupmaður á Stöðvarfirði, sem átti m.
a. ættir að rekja í Skaftafellssýslu; Pétur var þremenningur við Þórberg Þórðar-
son og að þriðja og fjórða við þá báða Þorleif alþingismann í Hólum og séra
Gunnar Benediktsson.
Móðurafi Péturs var höfuðklerkurinn séra Guttormur í Stöð, sem mestur var
latínumaður seinni tíðar presta og kynsæll, Vigfússon prests á Ásum í Fellum,
Pálssonar prófasts í Vallanesi. Móðir séra Guttorms í Stöð var Björg
Stefánsdóttir prófasts á Valþjófsstað, en séra Stefán var dóttursonur Péturs
Þorsteinssonar sýslumanns á Ketilsstöðum á Völlum. Pétur var þannig af
sýslumannaættinni gömlu í Múlaþingum, sem t.d. Benedikt frá Hofteigi hefur
sagt skemmtilega frá í bók sinni um Pál Ólafsson skáld.
Pétur var yngstur sjö systina, en þau voru Skúli námsstjóri sem var svili
dr. Ármanns Snævarr, Pálína á Akranesi móðir prófessors Björns
Guðmundssonar og þeirra bræðra, Friðgeir útvegsbóndi og lengi oddviti á
Stöðvarfirði, Halldór vélsmíðmeistari og verkalýðsforingi á Akranesi, Anna
prófastsfrú í Heydölum og Bjöm er lést rúmlega tvítugur.
Innan við tvítugt varð Pétur formaður á einum af mótorbátum föður síns,
yfir sumartímann og stundum fram eftir vetri, því menntaskóla las hann að
miklu leyti heima. Reru þeir mikið norður á Þistilfjörð, á miðin við Langanes.
Minnisstæð voru þessi sumur Pétri, ég held að hann hafi ekki á ævinni
gegnt þeim trúnaðarembættum sem honum þótti meira um verð en
formennskan á bátnum og vornætumar við Langanes.
Menntaskólinn á Akureyri var á þeirri tíð mikið mennta- og menningarsetur,
5