Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 36
verði hlutverk rrkisvaldsins og í því sambandi tengsl okkar við erlend ríki. Að sumu leyti getum við stuðst við þróunina hér og erlendis. Hér að framan hefur verið drepið á helstu einkenni hennar. Hlutafélög hafa nú í meira en öld gegnt mikilvægu hlutverki í efnahagslífí þjóðarinnar og líklegt er að þetta mikilvægi aukist fremur en hitt á komandi árum og áratugum. Er því brýnt að vandað sé til löggjafar um þetta efni og eftir lögunum farið. Hér á eftir verður vikið að helstu grundvallaratriðum sem taka ber tillit til. 1. Að sjá á spilin Það er erfitt að þýða enska orðið disclosure en segja má að það merki að leggja spilin á borðið. Við stofnun hlutafélaga er það gert með því að semja sérstakan stofnsamning, þar sem hugmyndir stofnendanna koma fram. Þegar félagið hefur verið stofnað má segja að málefni þess skiptist í tvennt; það sem kemur almenningi við og skráð er í hlutafélagaskrá eða aðra opinbera skrá og það sem snýr að félaginu sjálfu og skráð er í fundargerðabækur og aðrar bækur á skrifstofu félagsins. í framtíðinni verður það sífellt meira sem menn telja að komi almenningi við. Það má telja víst að öll mikilvæg gögn sem tengjast fjárhag félagsins verði skráð í hlutafélagaskrá í framtíðinni. 2. Atvinnulýðræði Þar sem starfsemi hlutafélaga, sérstaklega stórra hlutafélaga með miklu starfsliði, verður æ stærri þáttur í efnahagslífinu er öruggt að hér á landi, eins og í nágrannalöndunum, verður starfsmönnum gert rétt og skylt að taka þátt í stjórn þeirra. Þetta er í fyrsta lagi sjálfsögð hagsmunagæsla. Starfsmönnunum kemur það jafn mikið við og hluthöfunum hvernig fyrirtækið er rekið og oft á tíðum miklu fremur. í öðru lagi er þetta hluti af lýðræðinu. Lýðræði felst ekki aðeins í því að kjósa fulltrúa á þing heldur einnig að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Það má því spyrja hvers vegna þetta hefur ekki verið tekið á dagskrá hér á landi í meira mæli en raun ber vitni. Leiða má rök að því að það sé vegna þess að aðilar vinnumarkaðarins hafi litið á hlutverk sitt frá sjónarmiði stéttabaráttunnar. í blönduðu hagkerfi er stéttabaráttan í sínu hefð- bunda formi úrelt og jafnvel skaðleg. Það hafa nágrannar okkar á Norður- löndum og víðar séð. Að vísu hafa komið upp ýmsir byrjunarörðugleikar og barnasjúkdómar við framkvæmd reglna um þátttöku starfsmanna í stjórnum hlutafélaga en þrátt fyrir það er þróunin í þá átt að auka hana frekar en minnka. 3. Vald framkvæmdastjóra Ýmsum ráðum hefur verið beitt til þess að koma böndum á framkvæmda- stjórana sem í mörgum stórum fyrirtækjum ríkja sem einræðisherrar. Það hefur gengið heldur illa eftir því sem ritað er í erlendum greinum og bókum. Sums staðar, eins og í Þýskalandi, er sérstök eftirlitsnefnd (Aufsichtsrat) sem á að hafa eftirlit með fyrirtækinu og rekstri þess. Það er ekki líklegt að til slíks 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.