Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 36
verði hlutverk rrkisvaldsins og í því sambandi tengsl okkar við erlend ríki.
Að sumu leyti getum við stuðst við þróunina hér og erlendis. Hér að framan
hefur verið drepið á helstu einkenni hennar.
Hlutafélög hafa nú í meira en öld gegnt mikilvægu hlutverki í efnahagslífí
þjóðarinnar og líklegt er að þetta mikilvægi aukist fremur en hitt á komandi
árum og áratugum. Er því brýnt að vandað sé til löggjafar um þetta efni og
eftir lögunum farið. Hér á eftir verður vikið að helstu grundvallaratriðum sem
taka ber tillit til.
1. Að sjá á spilin
Það er erfitt að þýða enska orðið disclosure en segja má að það merki að
leggja spilin á borðið. Við stofnun hlutafélaga er það gert með því að semja
sérstakan stofnsamning, þar sem hugmyndir stofnendanna koma fram. Þegar
félagið hefur verið stofnað má segja að málefni þess skiptist í tvennt; það
sem kemur almenningi við og skráð er í hlutafélagaskrá eða aðra opinbera
skrá og það sem snýr að félaginu sjálfu og skráð er í fundargerðabækur og
aðrar bækur á skrifstofu félagsins. í framtíðinni verður það sífellt meira sem
menn telja að komi almenningi við. Það má telja víst að öll mikilvæg gögn
sem tengjast fjárhag félagsins verði skráð í hlutafélagaskrá í framtíðinni.
2. Atvinnulýðræði
Þar sem starfsemi hlutafélaga, sérstaklega stórra hlutafélaga með miklu
starfsliði, verður æ stærri þáttur í efnahagslífinu er öruggt að hér á landi, eins
og í nágrannalöndunum, verður starfsmönnum gert rétt og skylt að taka þátt
í stjórn þeirra. Þetta er í fyrsta lagi sjálfsögð hagsmunagæsla. Starfsmönnunum
kemur það jafn mikið við og hluthöfunum hvernig fyrirtækið er rekið og oft
á tíðum miklu fremur. í öðru lagi er þetta hluti af lýðræðinu. Lýðræði felst
ekki aðeins í því að kjósa fulltrúa á þing heldur einnig að hafa áhrif á sitt
nánasta umhverfi. Það má því spyrja hvers vegna þetta hefur ekki verið tekið
á dagskrá hér á landi í meira mæli en raun ber vitni. Leiða má rök að því að
það sé vegna þess að aðilar vinnumarkaðarins hafi litið á hlutverk sitt frá
sjónarmiði stéttabaráttunnar. í blönduðu hagkerfi er stéttabaráttan í sínu hefð-
bunda formi úrelt og jafnvel skaðleg. Það hafa nágrannar okkar á Norður-
löndum og víðar séð. Að vísu hafa komið upp ýmsir byrjunarörðugleikar og
barnasjúkdómar við framkvæmd reglna um þátttöku starfsmanna í stjórnum
hlutafélaga en þrátt fyrir það er þróunin í þá átt að auka hana frekar en minnka.
3. Vald framkvæmdastjóra
Ýmsum ráðum hefur verið beitt til þess að koma böndum á framkvæmda-
stjórana sem í mörgum stórum fyrirtækjum ríkja sem einræðisherrar. Það hefur
gengið heldur illa eftir því sem ritað er í erlendum greinum og bókum. Sums
staðar, eins og í Þýskalandi, er sérstök eftirlitsnefnd (Aufsichtsrat) sem á að
hafa eftirlit með fyrirtækinu og rekstri þess. Það er ekki líklegt að til slíks
34