Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 32
Það er líka mjög umdeilt hvort það hefur einhverja þýðingu fyrir viðskipta- menn félaga að tilgreina eitthvert lágmark hlutafjár því eignastaða félags getur breyst á alla vegu eftir því hvernig því vegnar. I greinargerð með frumvarpi því sem var grundvöllurinn að lagabreytingunum 1989 (Alþt.-þingskjöl- 1988, 5. hefti bls. 939) er yfirlit um það lágmark sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Erum við þar á svipuðu róli og Norðurlandaríkin flest en sérstaka athygli vekur að í Englandi er ekkert lágmark í sumum hlutafélögum. Það má örugglega taka undir það sjónarmið að það sé ekkert sáluhjálpar- atriði að hafa mikið hlutafé í hlutafélögum. Það er fyrst og fremst spurning um rekstraraðferðir sem taka verður tillit til. í efnahagsreikningum félaga er greint á milli eigintjár og skulda. Hlutafé telst til bundins eiginfjár ásamt lögbundnum varasjóði og endurmatssjóði. Eins og vaxtakjörum hefur verið háttað hér á landi undanfarin ár hefur verið erfitt að reka fyrirtæki ef það er mjög skuldsett. Hafa því félögin sjálf kappkostað að safna eins miklu hlutafé og þau telja þurfa til þess að koma rekstrinum af stað og ef gengið hefur á eigið fé félaga hefur oft verið reynt að auka hlutafé til þess að koma rekstr- inum á betri grundvöll. Það má því færa að því rök að það sé heppilegast að láta stofnendur og stjórnendur félaganna sem mest um það hvað þeir vilja hafa mikið hlutafé í félaginu. Hitt er annað mál að það er brýnt að allt það sem tilkynnt er um hlutafé sé sannleikanum samkvæmt. Það sem skiptir kannski mestu máli í sambandi við hlutafé eru þau réttindi sem við það eru tengd. Er þar fyrst og fremst um að ræða rétt til að hafa áhrif á stjórn hlutafélaganna og rétt til arðs af hlutafénu. Hér á landi hefur stjórn hlutafélaga nær eingöngu verið í höndum hluthafanna, að forminu til a.m.k. Þróunin í nágrannalöndunum hefur samt verið sú að dregið hefur úr áhrifum hluthafanna bæði beint og óbeint. Út frá sjónarmiði réttlætis og lýðræðis hefur verið bent á að öll framleiðsla byggist á því að auk fjármagns sé fyrir hendi hráefni og vinnuafl. Af þessu þrennu hefur fjármagnið haft sterkasta stöðu innan fyrirtækja. Þetta hefur orðið til þess að fram hafa komið ákveðnar tillögur um atvinnulýðræði sem kallað er. I nágrannalöndum okkar eru launþegum tryggð áhrif á stjórn fyrirtækja á einn eða annan hátt, þó fyrst og fremst með því að þeir eiga fulltrúa í stjómum stórra hlutafélaga. Hér á landi hefur ekki verið mikill áhugi á þessu opinberlega. I 57. gr. gildandi hfl. er heimild til að hafa sérstakar fulltrúanefndir í félögum ef um það eru ákvæði í samþykktum. Gert er ráð fyrir því að þessi nefnd hafi einhvers konar eftirlitshlutverki að gegna en ég held að það sé ekki til ein einasta eftirlitsnefnd af þessu tagi. Þetta er líka mjög klaufalegt lagaákvæði. Svona fulltrúanefnd gæti haft einhverju hlutverki að gegna ef henni væru léð einhver völd varðandi ráðningar eða starfsmannahald, svo dæmi sé tekið. Þá hafa stór fyrirtæki sem rekin eru í hlutafélagsformi oft miklu félagslegu hlutverki að gegna úti á landi þar sem atvinnulíf er óstöðugt. Eftirlitsnefndir, sem þá væru betur nefndar „félagsráð“, gætu þá fengið hlutverk sem tengiliður milli stjómar félags og starfsmanna þess og jafnvel bæjarfélagsins í heild. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.