Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 23
Ellert B. Schram er ritstjóri Daghlaðsins Vísis Ellert B. Schram: SIÐFERÐILEG ÍMYND LÖGFRÆÐINGA í AUGUM ALMENNINGS Stofninn í greininni er erincli sem höfundur flutti áfundi Lögfrœðingafélags Islands 30 janúar 1993. Ég vil í fyrstu láta þess getið að ég er lögfræðingur að mennt, ef einhver skyldi ekki muna það, enda get ég játað að það er ekki alltaf sem ég man eftir því sjálfur. Ég tel hinsvegar rétt að taka þetta fram til að undirstrika að mér er málið skylt þegar talað er um siðferði lögfræðinga, enda þótt starf mitt lengst af um ævina hafi verið fólgið í því að fylgjast með praktiserandi lögfræðingum úr nokkurri fjarlægð frekar en að stunda lögfræði sjálfur. En sú var tíðin að ég stundaði nám í lagadeildinni og tileinkaði mér hinn júridíska þankagang og raunar er ég með héraðsdómlögmannsréttindi upp á vasann, sem ég varð mér úti um þá fáu mánuði sem ég starfaði á lögfræði- skrifstofu fyrir tæpum þrjátíu árum. A þeim tímum voru lögfræðingar færri en nú og misjafn sauður í því fé. Það voru til góðir lögfræðingar og slæmir lögfræðingar og það voru lögfræðingar sem ekki voru vandir að meðulum. Sannleikurinn er sá að lögfræðingastéttin hefur aldrei verið öðruvísi en hún nú er, mislitur hópur margvíslegra manna. Ég hef það á tilfinningunni að almenningur hafi oftast borið meiri virðingu fyrir lögfræðinni sjálfri heldur en þeim sem stunda hana. Það þótti fínt að vera í lagadeildinni. Það vakti athygli þegar menn tóku próf og útskrifuðust og það þótti virðing og vegsauki að vera dómari eða hæstaréttarlögmaður. Nú er það einhvem veginn svo að dregið hefur úr áhrifum þessara áfanga og titla, kannski af því að fleiri og óþekktari lögfræðingar eru á ferli, kannski af því að lögfræðingar sjálfir hafa ekki verið nægilega vandir að virðingu sinni. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.