Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 23
Ellert B. Schram er ritstjóri Daghlaðsins Vísis Ellert B. Schram: SIÐFERÐILEG ÍMYND LÖGFRÆÐINGA í AUGUM ALMENNINGS Stofninn í greininni er erincli sem höfundur flutti áfundi Lögfrœðingafélags Islands 30 janúar 1993. Ég vil í fyrstu láta þess getið að ég er lögfræðingur að mennt, ef einhver skyldi ekki muna það, enda get ég játað að það er ekki alltaf sem ég man eftir því sjálfur. Ég tel hinsvegar rétt að taka þetta fram til að undirstrika að mér er málið skylt þegar talað er um siðferði lögfræðinga, enda þótt starf mitt lengst af um ævina hafi verið fólgið í því að fylgjast með praktiserandi lögfræðingum úr nokkurri fjarlægð frekar en að stunda lögfræði sjálfur. En sú var tíðin að ég stundaði nám í lagadeildinni og tileinkaði mér hinn júridíska þankagang og raunar er ég með héraðsdómlögmannsréttindi upp á vasann, sem ég varð mér úti um þá fáu mánuði sem ég starfaði á lögfræði- skrifstofu fyrir tæpum þrjátíu árum. A þeim tímum voru lögfræðingar færri en nú og misjafn sauður í því fé. Það voru til góðir lögfræðingar og slæmir lögfræðingar og það voru lögfræðingar sem ekki voru vandir að meðulum. Sannleikurinn er sá að lögfræðingastéttin hefur aldrei verið öðruvísi en hún nú er, mislitur hópur margvíslegra manna. Ég hef það á tilfinningunni að almenningur hafi oftast borið meiri virðingu fyrir lögfræðinni sjálfri heldur en þeim sem stunda hana. Það þótti fínt að vera í lagadeildinni. Það vakti athygli þegar menn tóku próf og útskrifuðust og það þótti virðing og vegsauki að vera dómari eða hæstaréttarlögmaður. Nú er það einhvem veginn svo að dregið hefur úr áhrifum þessara áfanga og titla, kannski af því að fleiri og óþekktari lögfræðingar eru á ferli, kannski af því að lögfræðingar sjálfir hafa ekki verið nægilega vandir að virðingu sinni. 21

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.