Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 33
Þótt hlutafélagalöggjöfin eigi að tryggja nokkurt lýðræði innan hlutafélaga eru ekki allir hrifnir af því hvernig það hefur reynst í framkvæmd. I bókinni Iðnríki okkar daga segir John Galbraith t.d.: Hlutafjáreigandinn hefur einnig verið sviptur öllu raunverulegu valdi í sténfyrirtœkinu. Margt hefur stuðlað að þessu. Jafnvel hinar stœrstu hlutahréfaeignir hafa dreifst með framvindu tt'mans og hinum óhjákvœmilegu afleiðingum eignaskiptingar vegna erfða, fasteignagjalda og gjafa til góðgerðastarfsemi, að ógleymdum lífeyri fráskilinna kvenna og öðrum yndisauka iðjulausra erfingja. Það er nœstum ógerningur að ná saman nœgilegum fjölda hluthafa til að ganga í herhögg við ákvarðanir framkvœmdastjórnar fyrirtœkisins. Þess í stað hittast þeir sem sitja í stjórn fyrirtœkisins hátíðlega á lokuðum fundi til að velja framkvœmdastjóra. En framkvœmdastjórarnir hafa einmitt rétt áður valið þessa menn í stjórn. Þeir helgisiðir, sem kallaðir eru kosningar í stórfyrirtœkjum nútímans, eru ein tilþrifaríkasta sjálfsblekking sem sögur fara af. VERND HLUTAFJÁRINS Auk þeirrar reglu að í hlutafélögum skuli vera eitthvert hlutafé eru ýmis ákvæði sem eiga að tryggja að það verði þar áfram til notkunar fyrir félagið. Fyrst skal getið um þau ákvæði sem snerta lækkun hlutafjár. í VII. kafla hfl. eru ákvæði um þetta efni. Til þess að lækkun hlutafjár geti farið fram verður að liggja fyrir gild hluthafasamþykkt. Stundum eru aðstæður þær að hlutaféð hefur eyðst upp af einhverjum orsökum, félagið hefur tapað á þeim rekstri sem það hefur stundað. Hlutaféð er þá ekki annað en bókhaldstala sem hefur engan tilgang í reikningum félagsins annan en þann að segja dapra sögu um gengi þess. í þeim tilfellum opna hlutafélagalögin leið til leiðréttingar. Það er hægt að lækka hlutafé niður í sannvirði með einfaldri tilkynningu til hluta- félagaskrár. í skýringum við VII. kafla er vikið nánar að framkvæmd lækkunar á hlutafé. Ákveðnar reglur um arðsúthlutun byggjast á þessum sjónarmiðum, að vernda skuli hlutaféð. Það má ekki úthluta arði nema rekstur félagsins gefi tilefni til þess. Það má ekki auka skuldir félagsins með því að greiða hlut- höfum arð. Sama er að segja um lán til hluthafa, stjórnarmanna eða fram- kvæmdastjóra. Þeim er líka krafist öruggra trygginga fyrir þeim lánum. Kaup félagsins á eigin hlutum eru talin varasöm m.a. á þeim grundvelli að með þeim sé unnt að fara í kring um reglumar um lækkun hlutafjár. Þeim er því yfirleitt bannað að kaupa eða eignast á annan hátt bréf í sjálfum sér nema í litlum mæli. Það má spyrja þeirrar spurningar af hverju verið sé að eyða púðri í að vernda hlutafé þegar það er alls ekki nauðsynlegt að hlutafélag sé stofnað með miklu hlutafé og mætti jafnvel sleppa því að leggja hlutafé yfirleitt fram. Því er til að svara að oft er hlutafé safnað meðal almennings eða a.m.k. nokkuð fjölmenns hóps. Þessu fólki er ekki sama hvemig þeim fjármunum er ráðstafað sem það leggur fram. Það er líka farið að gera strangari kröfur til stjómenda um að þeir bregðist við þegar fer að ganga á hlutaféð. I reglugerðum Evrópu- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.