Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Blaðsíða 83
Veisluboð til forseta Filippseyja, hr. Fidels Ramos, er meðal þess, sem seint
mun gleymast mér.
Þegar leið á kvöldið var farið kalla upp formenn hinna ýmsu sendinefnda
til þess að tekin yrði mynd af þeim með forsetanum. Skyndilega var kallað:
„Chairman of Iceland“ Auðvitað gaf ég mig fram. Um leið og ég heilsaði
forsetanum spurði hann hvort ég vildi ekki hafa alla sendinefndina með á
myndinni. Mér varð þá að orði, að íslenska sendinefndin væri sú stærsta á
ráðstefnunni miðað við höfðatölu. íslenska þjóðin væri aðeins um 250.000 og
ég einn væri einasti íslendingurinn á ráðstefnunni og þannig væri ég ein
stærsta sendinefndin. Rétt væri að bandaríska sendinefndin, sem í væru 60
manns væri fjölmennust, en miðað við þátttöku Islands ætti hún „procapita“
að vera 1.000 manns og vantaði því töluvert upp á að jafnast á við þátttöku
Islands. Ramos forseti brosti við um leið og hann sagði: „Þetta er snjöll
hugsun“. Á meðan myndatakan fór fram, heyrði ég hann endurtaka í lægri
tón fyrir munn sér: „250.000", líkt og honum þætti merkilegt að til væri þjóð,
aðeins 250.000 manna. Þá var boðið í síðdegishressingu í kanadíska
sendiráðinu, en ákveðið er að næsti alþjóðafundur samtakanna verði í
Montreal í Kanada eftir í ágúst 1995.
Flestum erlendu þátttakendunum var boðið í mikla kvöldverðarveislu til
lögfræðingshjóna, sem reka alþjóðlega demantaverslun í Manila. Veislan var
einstök. Þar lenti ég við borð með umboðsmanni þjóðþings Filippseyja,
Conrado M. Vasques að nafni, lögfræðingi um sextugt. Mér þótti merkilegt
að Filippseyjar skyldu hafa sinn eigin „ombudsman", en vissi að þetta sænska
nafn á slíku embætti væri orðið alþjóðlegt. Ombudsman Filippseyja var ræðinn
og skemmtilegur. Hann talaði með miklu látbragði og handapati um heima
og geyma. Hann hafði einu sinni áður sótt svona ráðstefnu. Er hann heyrði
að ég hefði sótt 10 slíkar ráðstefnur og ætti 65 landa sýn, þótti honum
greinilega nóg um. Hann baðaði skyndilega út örmunum og sagði allhátt:
Þessi maður er án efa einn ríkasti maðurinn í þessari veislu og án efa ríkastur
allra kollega sinna. Mér fannst þetta reginmisskilningur hjá honum og reyndi,
að leiðrétta hann með því, að þótt ég hefði kostað þessar ferðir sjálfur, væri
ég nánast snauður í samanburði við suma kollega mína hér. Þá greip
ombudsmanni fram í fyrir mér og sagði að ég misskildi sig. Hann ætti ekki
við auð í fjármunum, sem væri ekki það eftirsóknarverðasta í lífinu, heldur
annars konar ríkidæmi. Hann sagði mig ríkan af að hafa tekið þátt í svo
mörgum alþjóðafundunt, séð svo víða fagra náttúru og merkar byggingar og
það, sem væri mest um vert, hitt svo margt skemmtilegt og athyglisvert fólk.
Um leið dró hann nafnspjald sitt úr g ullhylki og við skiptumst á
nafnspjöldum, en það er einn þáttur í þessu öllu saman.
Auðvitað er það rétt, að svona ráðstefnur auðga hugann og víkka
sjóndeildarhringinn, ekki síst að heyra merkileg erindi flutt, en í þeim koma
ef til vill fram allt önnur viðhorf en maður hafði vænst.
Ég vil nota tækifærið og skora á lögfræðinga að taka þátt í næsta fundi
Alþjóðasamtaka lögfræðinga, sem haldið verður í Montreal í ágúst 1995.
81