Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 20.11.1993, Page 59
Þjóðir, sem heimila ekki lögmannsaðstoð við frumrannsókn, hafa þann háttinn á vegna ótta um að hún muni tálma rannsókn. Þetta sýnir hver vandkvæði eru á að ná jafnvægi milli nauðsynjar þess að varpa ljósi á staðreyndir og einstaklingsverndar. 3. I öllum ríkjunum er viðurkennt að sakbomingi beri engin skylda til að svara spumingum þótt það komi ekki skýrum stöfum fram í löggjöf þeirra allra. Sums staðar ber að upplýsa sakborning sérstaklega um þetta atriði í upphafi yfirheyrslu. 4. Af góðum og gildum ástæðum hefur lögreglan venjulega heimild til að stöðva mann til að ganga úr skugga um hver hann er, og jafnframt, ef nauðsyn ber til, að fara með hann á lögreglustöð. Víðast eru ítarleg lagaákvæði um heimildir lögreglu til að hneppa mann í hald. Algengara er að mælt sé fyrir um ráðstafanir til tryggingar öryggi sakbom- ings eftir handtöku. 5. í öllum ríkjunum eru þeim tíma sem lögreglu er heimilt að hafa sakborning í haldi sett takmörk í lögum. 6. Leit að munum er almennt háð dómsúrlausn af tilliti til einstaklings- réttinda. Þessu skilyrði er þó vikið til hliðar ef nauðsyn ber til að grípa til tafalausra aðgerða. 7. Varðandi leit á manni rekast á hagsmunir einstaklingsréttinda og hin ríka þörf tafarlausra aðgerða. Leit á manni er tvenns konar. Yfirborðsleit er bundin við klæðnað. Slík leit er undir venjulegum kringumstæðum heimil gagnvart hverjum þeim sem hefur verið handtekinn eða er undir rökstudd- um grun um að fela á sér ólöglega eða hættulega muni. Þrengri heimildir eru til líkamsleitar, þar með talinnnar leitar innvortis. 8. Lögreglunni er er venjulega heiinilt að að leggja hald á hluti sem fínnast við slíka leit. 9. í mörgum ríkjum er lögreglu almennt óheimilt að krefjast sýna úr mönn- unt (blóðs, munnvatns, þvags, hárs, nagla) án leyfis þess sem í hlut á. Þar sem lögreglan hefur slíkar heimildir eru þær bundnar ströngum skilyrðum. Hvarvetna eru sérreglur um töku blóðsýna vegna umferðarlagabrota. Baráttan gegn eiturlyfjaneyslu hefur sömuleiðis orðið tilefni til sérheimilda. 10. í flestum ríkjunum hefur ákæruvaldið umsjón með meðferð rannsóknar- valds lögreglu. í nálega öllum ríkjunum getur dómari hafnað eða útilokað sönnunargögn sem lögreglan hefur aflað með ólögmætum hætti. 57

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.