Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 28
tölvutæknin að góðum notum. Ég sakna hins vegar góðrar nafngiftar á mál, sem lokið er með þessum hætti og tel ég að gamla heitinu dómsátt hafi að ósekju verið útrýmt, sbr. greinargerð með 124. gr. Heitið viðurlagaákvörðun virðist vera að festast í sessi, en það er frekar þunglamalegt orð og óþjált. I öðru lagi eru játningardómar samkvæmt 125. gr. laganna, en þegar skilyrði greinarinnar eru uppfyllt er unnt að ljúka máli í einu þinghaldi, hugsanlega að undangenginni umfjöllun sakflytjenda urn lagaatriði máls og ákvörðun viðurlaga. Samkvæmt 2. mgr. 135. gr. laganna er unnt að semja mjög stutta dóma í málum sem dæmd eru samkvæmt 125. gr. og er þá málavaxtalýsingu sleppt og í stað hennar skírskotað til ákæru. Með þessu móti er unnt að afhenda dómsendurrit þegar í lok þinghalds. í þriðja lagi má nefna mál, sent dæmd eru samkvæmt 1. mgr. 126. gr. laganna, svokallaða útivistardóma, en skilyrði þess að málum verði lokið með þessum hætti eru meðal annars þau að þess hafi verið skilmerkilega getið í fyrirkalli að fjarvist ákærða kunni að verða metin til jafns við viðurkenningu hans. Dómarar ættu óhikað að kanna hvort skilyrði séu til að ljúka málum í samræmi við reglur 1. mgr. 126. gr. Eðli málsins samkvæmt eru það einkum mál, sem lögreglustjórar höfða, sem ljúka má með þessum hætti. III. UM GAGNRÝNI Á STÖRF DÓMSTÓLA í þjóðfélagsumræðu undanfarin ár hefur nokkuð borið á gagnrýni á störf dómstóla og er helst hrópað um seinvirkni og væga dóma. Ekki verður á þessum vettvangi fjallað um viðurlagakerfið, en því er ekki að neita að gagnrýni um seinvirkni var að minnsta kosti hér áður fyrr nokkuð á rökum reist. Nú er hins vegar annað uppi á teningnum og hefur það vakið mikla athygli hversu dómsmeðferð opinberra mála, stórra sem smárra, tekur nú skamman tíma. Á miðju ári 1992 kannaði ég málshraða í sakadómi Reykjavíkur undanfarin ár, þ.e.a.s. hversu langur tími leið að meðaltali frá útgáfu ákæru þar til dómur var kveðinn upp. Leiddi könnunin eftirfarandi í ljós: Árið 1981 7 mánuðir Árið 1986 4 1/2 mánuður Árið 1991 4 mánuðir Árið 1992 2 1/2 mánuður. Til samanburðar gerði ég könnun á þeim málum, sem mér voru úthlutuð í Héraðsdómi Reykjavíkur á tímabilinu frá 1. september 1992 til 31. ágúst 1993. Var þar um að ræða 90 mál, stór og smá, jafnt játningarmál sem mál, er sættu aðalmeðferð. Leiddi könnunin í ljós að frá því máli var úthlutað þar til því lauk með dómi eða viðurlagaákvörðun, liðu að meðaltali 5 til 6 vikur. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.