Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 37
gert ráð fyrir því að ekki sé alltaf unnt að sækja í einu máli allar sakir á hendur manni. Telja verður einnig að beiting 78. gr. almennra hegningarlaga hér sé til hagsbóta fyrir brotamann því að hún auðveldar hraðari afgreiðslu mála og tryggir það jafnframt að sakbomingi er að lokum í einu lagi dæmd refsing fyrir öll brotin. Rétt er að taka fram, að fyrir lagbreytinguna kom þessi spuming síður upp. Dómarar kynntu sér ekki alltaf hvort sakbomingar ættu ólokin mál hjá lögreglu en nú er þetta eitt af þeim atriðum, sem sjálfsagt er að sækjandinn geri grein fyrir í dómi. Nú hefur sá háttur verið tekin upp, að Rannsóknarlögregla ríkisins tilkynnir Ríkissaksóknara ef menn eiga fleiri óafgreidd mál hjá lögreglu en send eru Ríkissaksóknara til meðferðar hverju sinni. Akærandi getur með símtali aflað sér upplýsinga um stöðu mála og ákveðið samkvæmt því hvort hagkvæmt sé að bíða eftir þeim málum sem enn eru í rannsókn eða höfða mál strax. Þetta gæti leitt til þess að ákærandi gæti komist að þeirri niðurstöðu að láta ólokin mál sakbomings hjá lögreglu niður falla samkvæmt heimild í d-lið 2. mgr. 113. gr. oml., þ.e. „ef svo stendur á sem í 78. gr. almennra hegningarlaga segir að ætla verði að ekki yrði um frekari refsingu að ræða þótt sakfellt yrði“. Þessi heimild ákæruvalds er nýmæli sem byggir enn á meginreglunni um hraða málsmeðferð og segir ótvírætt til um vilja löggjafans. Ég tel að koma megi þessum erfiðu „bandormum“ mun fyrr í dóm í áföngum eftir því sem hentugast er hverju sinni og stytta þannig til muna þann tíma sem það tekur að koma málunum fyrir dóm. Hér reynir á samhæfð vinnubrögð Ríkissaksóknara og rannsóknarlögreglu og upplýsingastreymi, sem hefur reyndar aukist eftir að farið var að sækja játningarmál fyrir dómi. Hafa breytt vinnubrögð þegar leitt til skjótari afgreiðslu þessara mála. Samvinna rannsóknarlögreglu og ákæruvalds hefur alltaf verið góð að þessu leyti, hér má þó enn um bæta enda um sameiginlega hagsmuni að ræða. III. 1 Tékkamisferli Ég tel óhjákvæmilegt að staldra örstutt við þessa tegund brota. Fjöldi tékkamála er svo mikill að segja má að manni virðist oft sem rannsóknar- lögregla og starfsmenn Ríkissaksóknara séu hreinlega að drukkna í þeim. Áður fyrr voru þjófnaðir lang umfangsmesti málaflokkur játningarmála eins og þau eru reyndar í nágrannalöndum okkar. Á síðasta ári voru af hálfu Ríkissak- sóknara gefnar út í þjófnaðarmálum 153 ákærur en 169 fyrir skjalafals, sem er að mestum hluta notkun á fölsuðum tékkum. Þá er einnig mjög mikið um málshöfðanir vegna tékkasvika. Hér höfum við Islendingar sérstöðu. Tölur segja okkur ekki allt því að rannsókn tékkamála er tímafrek og í þessum flokki brota myndast oft þessir erfiðu „bandormar“ þegar margir menn standa saman að brotum. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.