Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 13
alríkisstjómin er sóknaraðili og málum sem varða brot á ákvæðum
stjómarskrár eða alríkislaga. Má þar sem dæmi nefna jafnréttismál kynja og
kynþátta. Ennfremur í málum sem erlend ríki eða sendimenn erlendra ríkja
eiga hlut að og ákveðnum tegundum mála eins og gjaldþrotamálum og málum
vegna siglinga (admiralty cases). Þá hafa alríkisdómstólamir lögsögu í þeim
málum þar sem aðilar eru búsettir í sitt hverju ríkinu og kröfur nema hærri
fjárhæð en 50.000 dollurum. Þegar einstök ríki fara í mál hvert við annað eru
þau mál höfðuð fyrir alríkisdómstólunum. Þá er hægt að áfrýja til áfrýjunar-
dómstólanna ákvörðunum stjómvalda, s.s. umhverfisvemdarráðs og skrifstofu
einkaleyfa. í þeim tilvikum að málsókn er byggð á ákvæðum stjómarskrár
eða alríkislaga er hvort heldur hægt að höfða mál fyrir alríkisdómstóli eða
ríkisdómstóli.
Svo getur sýnst að nokkuð sé handahófskennt hver mál það eru sem lögsaga
alríkisdómstólanna nær til, en á því eru þær sögulegu skýringar, að lögsagan,
þótt hún hafi tekið breytingum í tímans rás, byggðist í upphafi á pólitískri
málamiðlun á milli norður- og suðurríkjamanna sem náðist eftir langa
togstreitu eins og fyrr var greint frá og setur hún enn mark sitt á hana.
Afrýjunardómstólamir endurskoða einungis lagaatriði en ekki sönnun. Flest
þau mál sem undir lögsögu alrfkisdómstólanna falla eru einkamál. Dómarar
í alríkisdómstólunum eru um 1500 talsins og árlegur málafjöldi um 1,5
milljónir.
Stjóm alríkisdómstólanna er í höndum sérstaks 27 manna ráðs „The Judicial
Conference of the United States" undir forsæti forseta Hæstaréttar Banda-
ríkjanna. A vegum ráðsins starfa fjölmargar nefndir með mismunandi verksvið.
Þetta ráð er nokkurs konar dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og kemur
dómsmálaráðherra „Attomey General“ þar lítt við sögu. Þá heyrir undir ráðið
„Administrative Office“, sem svarar til dómsmálaráðuneytis. Ennfremur „The
Federal Judicial Center“, sem annast rannsóknir og endurmenntun á vegum
alríkisdómstólanna. Þá ber síðast að telja „The United States Sentencing
Commission“, sem gefur út leiðbeiningarreglur um ákvörðun refsinga.
III. DÓMSTÓLAR RÍKJANNA
III. 1 Dóinsmálastjórn
Eins og víðkunnugt er byggist stjómskipun Bandarrkjanna á þrígreiningu ríkis-
valdsins og á það jafnt við sambandsríkið sem einstök ríki þess. Er þessi skipting
afdráttarlausari heldur en í flestum ef ekki öllum ríkjum sem byggja stjórnskipun
sína á þrígreiningunni. Þannig er dómsmálastjómin í ríkjunum ekki í höndum
framkvæmdavaldsins heldur forseta hæstaréttar. Er það talinn þýðingarmikill
þáttur í þrígreiningunni. Þó er það svo í nokkrum ríkjum að dómsmálastjómin
er í höndum nefndar dómara og lögfræðinga. Forseti hæstaréttar hefur með
höndum þau verkefni er lúta að dómsmálastjóm, sem dómsmálaráðherra hefur
hérlendis og víðast hvar í Evrópu. Forsetinn hefur undir sinni stjóm „Office of
7