Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 15
Til þess að reyna að gefa einhverja hugmynd um dómstólaskipunina ætla ég að fara nokkrum orðum um hvemig henni er í stórum dráttum háttað í Oregonríki, en segja má að hún sé þar nálægt meðallagi, þ.e.a.s. hvorki mjög einföld eða flókin á bandarískan mælikvarða. A héraðsdómstiginu eru tvenns konar dómstólar „Circuit Court“ og „District Court“. Þessir dómstólar eru yfirleitt undir sömu stjóm og sama þaki. Munurinn á þeim er sá að „District Court“ fer með einkamál þegar kröfur eru undir 10.000 dollurum, og sakamál vegna smærri afbrota (misdemeanors), þ.e. þegar hámark refsingar er 3.000 dollarar eða árs fangelsi. Annars eru mál höfðuð fyrir „Circuit Court“. Þó er ætíð hægt að höfða sakamál fyrir „Circuit Court" hvert sem sakarefnið er. Til glöggvunar skal þess getið hér að það mun almenn regla í Bandaríkjunum að skipta afbrotum í tvo flokka um framangreind refsimörk, þ.e. „misdemeanors“ og „felony“. Til tals hefur komið að sameina þessa tvo dómstóla í einn, enda sýnist aðgreiningin litlum tilgangi þjóna. Virðulegra þykir þó að vera dómari í „Circuit Court“ og var mér tjáð að sameining myndi þýða að erfiðara yrði fyrir yngri lögfræðinga að fá dómarastöður, en þeir byrja yfirleitt dómaraferil sinn í „District Court“ og færast síðan í „Circuit Court“. Ef mál er höfðað í „District Court“ sem höfða hefði átt í „Circuit Court“ er það einfaldlega fært þangað, án þess að málið þurfi að fella niður og höfða það á nýjan leik. Fyrir báðum dómstólum er hægt að krefjast þess að kviðdómur verði kallaður til. Til ársins 1977 var ekki hægt að áfrýja dómum „District Court“ beint til áfrýjunardómstólsins, eins og nú er, heldur þurfti málið fyrst að fara fyrir „Circuit Court“ og voru þá dómstigin fjögur. Einn sérdómstóll er á héraðsdómstigi, skattadómstóllinn, og hefur hann þá sérstöðu að dómum hans verður áfrýjað beint til Hæstaréttar, en ekki fyrst til millidómstólsins. Að vísu er honum skipt í tvær deildir og dómum þeirrar deildar sem fæst við smærri skattamál verður aðeins skotið til hinnar deildarinnar en ekki til Hæstaréttar. I Oregon eru ekki sérstakir fjölskyldudómstólar (Family Courts), eins og víða tíðkast. Þeir dómstólar eru fyrirferðarmiklir í bandaríska réttarkerfinu, sem ekki er að undra, því að öðru hverju hjónabandi lýkur með skilnaði og skilnaður fæst aðeins fyrir dómstólum. I „District Court“ eru sérstakar smámáladeildir þar sem útkljáð eru mál þar sem kröfur eru lægri en 2.500 dollarar. Þá verður að telja til héraðsdómstigsins „Municipal Courts“ sem eru í flestum borgum ríkisins. Þeim er komið á fót af borgarstjórnum, en starfa að hluta til samkvæmt lögum ríkisins. Þessir dómstólar hafa takmarkaða lögsögu, þ.e.a.s. í smærri einka- og sakamálum, einkum þeim er rísa vegna fyrirmæla og reglna sveitarstjóma. Einnig má nefna ölvunarakstursbrot. Hægt er að áfrýja ákvörðunum þeirra til „Circuit Court“. Enn ber að nefna „Justice Courts“ í sýslum þar sem héraðsdómstólar hafa ekki aðsetur og má ekki koma þeim annars staðar á fót. Dómarar í þessum 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.