Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 30
V. HUGMYNDIR UM HRAÐARI MEÐFERÐ JÁTNINGARMÁLA Eins og rakið hefur verið hér að framan er ljóst að játningarmál sæta þó nokkuð hraðri meðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Má því spyrja hvort ástandið sé ekki harla gott og hvort nokkur ástæða sé til breytinga. Hins vegar er ekkert kerfi það fullkomið að ekki megi gera enn betur og verða nú reifaðar nokkrar hugmyndir sem að gagni kunna að koma. Sú gagnrýni heyrist oft frá almenningi að óviðunandi sé að mönnum, sem jafnvel hafa játað alvarleg afbrot skuli sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu eða eftir stutta setu í gæsluvarðhaldi. Beinist gagnrýnin að því að menn taki oft upp fyrri iðju og gefi dómskerfinu langt nef, en vægt sé tekið á brotum þeirra loksins þegar málin koma fyrir dóm. I Morgunblaðinu þann 6. nóvember 1993 gat að líta eftirfarandi frétt: 42 ára síbrotamaður sem handtekinn var á Laugavegi aðfaranótt fimmtudagsins með þýfi úr innbrotum í bfla hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í hálfan mánuð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir tæpum mánuði var maðurinn dæmdur í 2 ára fangelsi vegna fjölda innbrota en áfrýjaði dóminum og var því frjáls ferða sinna. RLR hafði gert kröfu um 45 daga síbrotagæslu yfir manninum, sem talinn er eiga fjölda ódæmdra mála á samviskunni. en sú krafa var ekki tekin til greina. Ofangreind frétt sýnir að hér er pottur brotinn. Nauðsynlegt er að flýta meðferð mála þeirra manna, sem þannig hafa sagt sig úr lögum við samfélagið. Má í þessu sambandi vísa til greinargerðar, sem fylgdi með hegningarlagafrumvarpinu frá 1940, en þar segir svo meðal annars: Refsing er ein þeirra aðferða, sem þjóðfélagið hefur til þess að verjast réttarbrotum. Markmið refsingar er fyrst og fremst vemdun almenns réttaröryggis og viðhald lögbundins þjóðskipulags. En auk þess fullnægir refsing réttlætistilfínningu almennings, er ekki sættir sig við það, að menn skerði órefsað mikilvæg réttindi annarra. Hreyfa má þeirri hugmynd hvort unnt sé að flýta með einhverjum hætti meðferð mála þegar játning liggur fyrir. Má þá hugsa sér að ákæra verði umsvifalaust gefin út og málið sæti dómsmeðferð í beinu framhaldi. Minnir þetta að nokkru á þá meðferð, sem mál þeirra manna hlutu fyrir réttarfars- breytingamar, sem grunaðir voru um brot gegn 21. gr. áfengislaga. Voru þeir leiddir fyrir dómara, sem gerði sér ferð í fangageymslur lögreglunnar og bauð þeim að ljúka máli sínu með dómsátt á grundvelli lögregluskýrslu, sem lá frammi. Sem nærri má geta var ástand manna æði misjafnt og er ekki mælt með því að þessi vinnubrögð verði tekin upp aftur. Verði horftð að því að taka upp svipaða flýtimeðferð aftur er mælt með því að tekið verði upp kerfi er svipar til þingfestingar einkamála, eða nokkurs konar dómaravakt. Þyrfti þá jafnframt að vera greiður aðgangur að lögmönnum, sem væru reiðubúnir að taka að sér verjandastörf með litlum fyrirvara. Þá þarf að tryggja skjótari meðferð mála fyrir Hæstarétti, komi til áfrýjunar. Mætti hugsa sér, að með mál, sem einungis er áfrýjað um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga, verði farið að einhverju eða öllu leyti eins og kærumál. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.