Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 51
eru ekki aðeins gagnvart því fólki sem hún þarf að hafa afskipti af vegna
afbrota heldur engu að síður því fólki sem á að vernda gagnvart
afbrotamönnum. Ekki má gera lítið úr réttindum þeirra ógæfusömu, en rétti
og vemd hinna löghlýðnu gegn afbrotum má ekki gleyma þegar rætt er um
rétt einstaklingsins. Hinir löghlýðnu eiga líka sinn rétt.
A nýafstaðinni námstefnu Evrópunemendadeildar F.B.I., en hún var haldin
á Guemsey að þessu sinni, kom skýrt fram að ýmsar blikur eru nú á lofti í
Evrópu og í Bandaríkjunum. Afbrot fara vaxandi, þau eru skipulagðari,
hrottafengnari og miskunnarlausari en nokkru sinni fyrr. Það er alltaf erfitt að
reyna að sannfæra einhvem um eitthvað, sem hann hefur ekki fengið að sjá
með eigin augum, en það er miður ef hlutaðeigandi aðilar hér á landi fljóta
sofandi að feigðarósi. Það er vonandi ykkar vegna og annarra að þið takið
þróun niála erlendis alvarlega og gerið það sem hægt er til þess að draga úr
lrkum á að slík þróun verði hér á landi. Upplausnarástand er í Austur-Evrópu
og afbrotatíðnin hefur vaxið gífurlega. í Sovétríkjunum sálugu berjast afbrota-
klíkur um völdin. í Mið-Evrópu eru fíkniefnabarónamir með tekjuhæstu ein-
staklingum í dag. í Bretlandi er eitt aðalmála ríkisstjómarinnar nú hvernig
haga eigi baráttunni gegn glæpum og í Bandaríkjunum er litið svo á að
baráttan gegn afbrotum sé nánast töpuð. Nýafstaðnar borgarstjómarkosningar
þar í landi snérust meira og minna um það hvemig spoma megi við þeirri
mjög svo neikvæðu þróun mála. Þetta er ekki fögur heimsmynd, en ekki
verður hjá komist að taka hana alvarlega. Á austurströnd Bandankjanna, nánar
tiltekið í höfuðborginni Washington, er t.d. talað um að setja þurfi þjóð-
varðliðið út á göturnar til þess að halda þar uppi lögum og reglu. Á vestur-
ströndinni, í Los Angeles-sýslu einni, eru t.d. nú um 100 afbrotaklíkur. í
baráttu þeirra um fé og yfirráð voru t.d. tæplega 800 einstaklingar drepnir á
síðasta ári og 1700 aðrir eru sárir. Um það bil 78% af morðum og alvarlegum
hkamsmeiðingum í sýslunni eru vegna starfsemi afbrotaklíkanna. Mjög erfitt
er að koma á fyrirbyggjandi starfi þegar afbrotakhkur hafa myndast. Nánast
ógjörningur er að snúa til baka þegar andrúmsloft og aðstæður hafa verið
skapaðar fyrir stofnun afbrotaklíku. Virkasta úrræðið til að koma í veg fyrir
afbrotaklíkumyndun er virk löggæsla og ekki síst virkt réttarkerfi - virkt réttar-
kerfi. Eftir því sem óskilvirknin er meiri á því sviði því meiri hætta er á
afbrotaklíkumyndun. Bandaríkjamenn eiga ekki lengur neitt val, en það eigum
við Islendingar - enn að minnsta kosti.
Hér á landi eru í dag allar aðstæður til þess að hafa megi stjórn á afbrota-
tíðninni. Til þess að það sé hægt þurfa ALLIR þeir sem vinna að því að draga
úr líkum á afbrotum að gera sér skýra grein fyrir hlutverki sínu í þágu
almennings. Ef þeir gera það ekki er hætta á að fómarlömbin verði annað
hvort það mörg eða það reið að almenningur ákveður að taka völdin. Og þá
verður varla aftur snúið.
45