Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 20
á fjárhagsáætlun borgarinnar til þeirra þarfa. Hafði einn borgarfulltrúanna komið auga á, að með því nróti mætti spara um eina milljón dollara. Varð nú dómstjórinn að leita til vina sinna í borgarstjóminni og biðja þá fyrir alla muni að koma í veg fyrir þessi ósköp. Hafði hann góðar vonir um að spamaðartillagan yrði felld í borgarstjóminni. Tjáði hann mér að drjúgur hluti starfstíma síns færi til þess að sinna hlutum ekki ósvipaðs eðlis. IV. „NATIONAL CENTER OF STATE COURTS“ Eins og fyrr segir er engin heildarstjórn yfir dómstólum í ríkjum Banda- ríkjanna. Hins vegar hefur verið komið á fót miðstöð þessara dómstóla „National Center of State Courts“, sem kalla mætti Þjóðarmiðstöð ríkjadóm- stólanna, og er aðsetur hennar í Williamsburg í Virginíu. Forgöngu um að stofna þessa miðstöð árið 1971 hafði Warren Burger þáverandi forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna. Á þeim tíma var talið að hnignunar gætti hjá bandarískum dómstólum, þeir væru tæknilega vanbúnir, réttarfarið úrelt og þeim gengi illa að mæta auknu álagi. Ýmsir vilja reyndar telja að staða bandarískra dómstóla sé síst betri nú og má þar sem dæmi nefna að í haust sem leið var bandarískur lögfræðingur í heimsókn hér á landi og tók svo djúpt í árinni að segja að bandaríska dómstólakerfið væri hrunið. Þessi dómstólamiðstöð á að gegna því hlutverki að ráða bót á þessu ástandi með því að veita dómstólunum þjónustu af ýmsu tagi, s.s. fræðilegar og tæknilegar upplýsingar, rannsóknir, þjálfun starfsfólks, útgáfustarfsemi og aðstoð við stjómun, skipulagningu og endurskipulagningu dómstóla, en sérstök stofnun starfar á vegum miðstöðvarinnar að ráðgjöf við stjórnun dómstóla. Má hér sem dæmi nefna að á árinu 1992 gaf miðstöðin út 10 bækur af ýmsu tagi þar á meðal handbók um rekstur dómsmála sem vekja mikla og almenna athygli og bók um skipulagningu og hönnun dómhúsa. Starfsemi miðstöðvarinnar er fjármögnuð að jöfnu af alríkisstjórninni og ríkjunum, en einnig leggja einstaklingar henni til nokkurt fé. Miðstöðin er eins konar sjálfseignarstofnun og er stjómað af 20 dómurum og skrifstofustjórum frá nær jafnmörgum ríkjum Bandaríkjanna. Dómarar sem spurðir voru sögðu þessa miðstöð mjög til bóta og virtist ríkja ánægja með starfsemi hennar meðal þeirra. Hér er rétt að geta þess að í háskólanum í Reno í Nevada er sérstök deild sem annast þjálfun ungra dómara og endurmenntun hinna eldri. Um þær mundir sem ég var í þessari heimsókn héldur bandarískir dómarar þar dómaraþing sitt. Þá er einnig rétt að geta þess að í tveimur háskólum í Bandaríkjunum er hægt að læra dómstólastjómun sem aðalfag til háskólaprófs, en því miður kann ég ekki að nafngreina þá háskóla. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.