Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 16
dómstólum þurfa ekki að vera lögfræðingar, en eru það þó sumir hverjir. Þessir
dómstólar hafa víðtækari lögsögu en „Municipal Courts“, en innan hennar eru
ýmsar tegundir einkamála þegar kröfur ná ekki hærri fjárhæð en 2.500
dollurum. Þá hafa þessir dómstólar og dómsvald í minni háttar sakamálum.
I sumum tegundum mála í þessum dómstólum báðum dæma kviðdómar.
Þá skal að síðustu nefndur stjómsýsludómstóllinn, sem flokkaður er með
„inferior courts“, en hann hefur þó þá sérstöðu að ákvörðunum hans verður
áfrýjað beint til millidómstólsins.
Millidómstóllinn (intermediate appellate court) er skipaður 10 dómurum sem
sitja í þremur deildum, þrír í hverri. Sagt er að þessi dómstóll í Oregon sé
afkastamestur allra dómstóla í Bandaríkjunum. Dómstóllinn verður að dæma
í öllum málum, sem til hans verður skotið og þeirra á meðal eru kærumál.
Þetta er kallað „mandatory jurisdiction“. Þetta fyrirkomulag tíðkast ekki í
öllum millidómstólum í Bandaríkjunum, sums staðar geta þeir hafnað áfrýjun,
enda þótt málið fullnægi skilyrðum um hana og er það fyrirkomulaga kallað
„discretionary jurisdiction“, sem ef til vill mætti kalla valkvæða lögsögu.
I hæstarétti eru 7 dómarar og sitja allir í hverju máli. Lögsagan er valkvæð
í flestum tilvikum, en skyldug í nokkrum, s.s. þegar dauðarefsing liggur við
broti sem ákært er fyrir.
III. 3 Skipun dómara
Dómarar í alríkisdómstólunum eru fyrst tilnefndir í dómarastöðu af forseta
Bandaríkjanna og verður hann að bera tilnefninguna undir þjóðþingið, en áður
hefur dómsmálanefnd þingsins rætt við umsækjendur eða yfirheyrt þá ef þörf
krefur. Sé tilnefningin samþykkt skipar forsetinn í stöðuna. Þessi aðferð er
stjómarskrárbundin einungis að því er dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna
varðar, en hefur ætíð verið notuð við skipun allra alríkisdómara. Kunnugt er
að forsetinn tilnefnir nær alltaf flokksbræður sína í dómarastöður og virðist
það ekki þykja gagnrýnivert og hefur tíðkast allt frá dögum George
Washington. Hæfni þeirra sem til greina kemur að skipa í dómarastöður er
þó metin af umsagnamefnd bandaríska lögfræðingafélagsins (American Bar
Association), en dómarar hafa formlega ekkert um tilnefningu eða skipun að
segja þótt stundum sé leitað ráða þeirra. Hins vegar munu öldungardeildar-
þingmenn í þeim ríkjum sem alríkisdómstóllinn er í hafa umtalsverð áhrif á
tilnefningar, þótt hvergi sé þeim ætlað það í lögunt.
Flestir dómaranna koma úr röðum starfandi lögmanna. Nokkrir hafa verið
dómarar í ríkjadómstólum eða saksóknarar. Fáeinir hafa verið lagaprófessorar.
Alríkisdómarar geta látið af störfum á fullum launum þegar þeir hafa náð 65
ára aldri og samanlagður lífaldur og skipunaraldur þeitTa er 80 ár, en verða
að láta af störfum sjötugir. Þeir verða þó að vera við því búnir að halda áfram
störfum að hluta séu þeir til þess kallaðir og um það næst sérstakt samkomulag
við starfandi dómara við þann dómstól þar sem þeir áður störfuðu. Þarf þá
10