Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 32
Guðjón Magnússon
er fulltrúi Ríkissaksóknara
Guöjón Magnússon:
MÁ HRAÐA MEÐFERÐ JÁTNINGARMÁLA FRÁ PVÍ
SEM NÚ ER?
Grein þessi er að stofni til erindi sem höfundur flutti á dómsmálaþingi 12.
nóvember 1993.
Forsvarsmenn dómsmálaþings hafa leitað álits starfsmanna fjögurra embætta,
sem annast meðferð opinberra mála, á því hvort og hvemig hraða megi með-
ferð svokallaðra játningarmála væntanlega í ljósi þeirrar reynslu, sem fengin
er af nýjum lögum um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991. Eg mun hér
einkum fjalla um praktísk atriði og byggja á reynslu minni í starfi hjá embætti
Ríkissaksóknara, og þegar ég nefni dómstóla er rétt að hafa í huga að starf
mitt í dómi fer að langmestu leyti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur.
I. JÁTNINGARMÁL
Játningarmál skilgreini ég ekki hér sem mál er taka má til dóms án aðalmeð-
ferðar samkvæmt ákvæðum 124.-126. gr. oml., heldur mál sem teljast ákæru-
hæf án umtalsverðrar rannsóknar eftir að grunaðir menn hafa játað sakargiftir.
Að því er varðar fjölda slíkra mála er ljóst að mörg sakarefni eru þess eðlis
að þau þarf að rannsaka nokkuð ítarlega þrátt fyrir að játningar sakbomings
njóti við, t.d. efnahagsbrot, sem hafa nokkra sérstöðu, og önnur flóknari mál
og myndu þau ekki falla undir skilgreiningu mína. Þyngstu sakarefnin, ég
nefni kynferðisbrot og gróf ofbeldisbrot og brot á fíkniefnalöggjöf, þarf að
jafnaði að rannsaka nokkuð ítarlega þótt sakbomingar játi að mestu sakargiftir.
Þessi mál geta ekki flokkast undir játningarmál en þau hafa fengið forgang
og hljóta sérstaka og hraðari meðferð eftir öllu dómskerfinu. Má fullyrða, að
alvarlegri sakarefnin hljóti almennt skjóta meðferð.
26