Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 41
að byggja á ákvörðun sína um hvort mál skuli höfðað eða ekki. Það er síðan ákærandans, þess sem sækir málið, að ákveða hvað hann leggur fram í dómi af þeim gögnum sem til verða við rannsókn lögreglunnar, en hin endanlega sönnunarfærsla fer fram fyrir dómi við munnlega og milliliðalausa málsmeðferð. Verkefnið horfir þannig við rannsóknarlögreglumanninum sem hefur mál til rannsóknar, að hann þarf í fyrsta lagi að upplýsa það en um leið að afla sönnunargagna, finna vitni ofl. og undirbúa málið undir saksókn eins og nánar er rakið í IX. kafla laganna. Þegar fjallað er um hraðari meðferð játningarmála er ekki úr vegi að ræða hvað rannsóknarlögreglan er að gera. Rannsóknir mála hjá lögreglu taka mislangan tíma, þar skiptir máli eðli brots, umfang og fleira, en það er staðreynd að mörg málanna þurfa ekki og eiga ekki að þurfa að vera eins lengi í meðferð og raun ber vitni. Þegar ég nefni hraðari meðferð mála er fyrst og fremst átt við að hraða þurfi meðferð mála hjá lögreglu, taka upp ný vinnubrögð. Gangur máls hjá RLR er sá í stórum dráttum, að þegar kæra er tekin til rannsóknar er máli úthlutað til þeirrar deildar sem fer með málaflokkinn sem málið tilheyrir og yfirmaður felur það lögreglumanni sem er ábyrgur fyrir meðferð þess, ásamt lögfræðingi viðkomandi deildar. Þegar lögreglumaðurinn hefur kynnt sér kæruefnið og þau gögn sem fylgja kæru þarf hann að ákveða næstu aðgerðir í málinu. Oftar en ekki er það frekari gagnaöflun, vettvangs- rannsókn, útvegun vottorða og öflun sönnunargagna og vitnayfirheyrslur ef því er að skipta. Að því loknu kallar hann fyrir sig þann sem kærður er eða grunaður í málinu. Hann er yfirheyrður og gerð um það skýrsla. Áður er hann búinn að kalla fyrir vitni og skrifa skýrslu um framburð hvers og eins og láta viðkomandi skrifa undir. Þá eru gerðar skýrslur um útvegun gagna. Þannig gerir lögreglumaðurinn skýrslu uni allar sínar aðgerðir. Þegar rannsókn er lokið og lögreglumaðurinn hefur komist að niðurstöðu að hann telur, afhendir hann málið löglærðum fulltrúa sem sendir málið áfram til ríkissaksóknara til ákvörðunar ásamt greinargerð þar sem sett eru fram sjónarmið um niðurstöður rannsóknar, sönnunarstöðu o.fl. sbr. 77. gr. laga um meðferð opinberra mála. Þar með er afskiptum lögreglunnar af málinu væntan- lega lokið. Hjá öllum aðilum (lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum) var í gildi svipað fyrirkomulag þar sem hver og einn bar einungis ábyrgð á sínum þætti í ferli málsins í gegnum kerfíð. Gagnrýnin utanfrá hefur beinst að kerfinu í heild, en það var í raun þrískipt og oftar en ekki voru það að lokum dómstólarnir sem fengu mestu gagnrýnina ef einhverjum þótti mál taka langan tíma. Þetta fyrirkomulag var ekki alvont; mál fengu yfirleitt eðlilegan framgang, þótt til séu dæmi um annað. í þessu kerfi virðast mál hafa farið og fara jafnvel enn í sama farveginn hvort sem þau voru stór eða smá, einföld eða flókin, og þannig gátu mál sem ætla mátti að væru einföld og fljótafgreidd verið lengi á leið í gegnum kerfið. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.