Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 38
Ég sé ekki ástæðu til að fjalla hér nánar um rannsókn tékkamála, en tel
ástæðu til að enn verði varpað fram þeirri spumingu, hvort tékkabrot eigi að
sæta opinberri rannsókn í þeim mæli sem hingað til hefur tíðkast. Af fjölda
opinberra mála vegna tékkabrota hér á landi miðað við nágrannaþjóðir okkar
mætti ráða, að áfellisdómar séu ekki til þess fallnir að skapa vamað gagnvart
brotamönnum eða ýta undir varkárni almennt í viðskiptum með tékka.
Miðað við núverandi ástand tel ég brýnt, og ég legg á það ríka áherslu, að
rannsóknarlögregla og ákæruvald leiti leiða til þess að koma tékkamálum í
ákæru- og dómhæft form með hraðvirkari og skilvirkari hætti en nú tíðkast,
og samhæfi betur vinnubrögð og hagi umbúnaði rannsóknargagna meira með
tilliti til dómsmeðferðarinnar en hingað til hefur tíðkast.
Ef það tekst ykist mikið svigrúm til hraðari meðferðar mála almennt.
III. 2 Bótakröfur í opinberum málum
Ákvæði laga nr. 19, 1991 um rétt tjónþola til að hafa uppi bótakröfur í
opinberu máli hafa breyst nokkuð frá ákvæðum eldri laga. I báðunr lögunum
er það skilyrði sett, að bótakröfur valdi ekki verulegum töfum á rekstri
refsimálsins.
Samkvæmt 170. gr. oml. á sá sem fer með rannsókn að gefa tjónþola kost
á að gera bótakröfu og leiðbeina honum. Kröfuna skal bera undir sakborning
og afla gagna eftir þörfum, enda valdi það ekki verulegum töfum á
rannsókninni. í raun er hagsmunum tjónþola sinnt á þann hátt hjá RLR, að
sé bótakrafa ekki höfð uppi í fyrstu kæruskýrslum hjá lögreglu er brotaþola
sent bréf og honum veittur 15 daga frestur til að koma að bótakröfu. Ekki er
beðið með málshöfðun þó að framkomnar bótakröfur séu ekki bomar undir
sakborninga á rannsóknarstigi og hafa dómstólar dæmt sakborninga til greiðslu
bóta án athugasemda þótt bótakröfur séu ekki bornar undir þá fyrr en í dómi.
Af hálfu Ríkissaksóknara, sem á ekki aðild að bótakröfum í sakamálum, er
meginreglan um hraða málsmeðferð hér höfð að leiðarljósi og virðist sem
dómstólar geri það einnig. Rétt er að geta þess í því sambandi að ég veit ekki
til þess að dómarar hafi að eigin frumkvæði sinnt ákvæðum 5. mgr. 172. gr.
oml. um að gefa tjónþolum eða umboðsmönnum þeirra kost á að tjá sig
sérstaklega um bótakröfur fyrir dómi.
Ákvæði oml. um rétt brotaþola til að koma að bótakröfum í opinberum
málum eiga ekki að standa í vegi fyrir mjög hraðri meðferð einföldustu mála.
IV. MÁLSMEÐFERÐ FYRIR DÓMI
Ég sé ekki ástæðu til að fjalla sérstaklega um meðferð sakamála fyrir
héraðsdómi þótt ákæruvald hafi nreð lögum nr. 19, 1991 fengið aukið forræði
á rekstri opinberra mála. Ég vil þó nefna nokkur atriði, sem ég tel að hafi
orðið til þess, að dómar ganga nú fyrr í sakamálum frá útgáfu ákæru:
1. Vel var staðið að undirbúningi fyrir gildistöku laganna um meðferð
32