Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 29
IV. MEÐFERÐ JÁTNINGARMÁLA FYRIR DÓMI Frá því ákæra er gefin út þar til máli er úthlutað til dómara í Héraðsdómi Reykjavrkur líða að jafnaði 1 til 3 dagar. Ber dómara þá þegar að hefja könnun á því hvort þeir ágallar séu á málatilbúnaði að máli skuli vísað frá dómi af sjálfsdáðum. Telji dómari mál tækt til dómsmeðferðar gefur hann svo fljótt sem verða má og eigi síðar en þremur vikum eftir að hann fær ákæru í hendur út fyrirkall, sbr. 1. mgr. 120. gr. laga nr. 19/1991 eins og henni var breytt með lögum nr. 38/1993. Þau atriði, sem ráða því, hvenær mál er þingfest, eru eftirfarandi: Dómari verður að hafa samráð við ákæranda um stað og stund þinghalds. Þama þarf að samræma tíma dómara og ákæranda og geta áður ákveðin þinghöld og niðurskipan í dómsali sett strik í reikninginn. Þá þarf að reikna með því, að boðunardeild lögreglustjóraembættisins nái að birta fyrirkall og ákæru með hæfilegum fyrirvara og hefur verið talað um sem lágmark eina viku til þeirra hluta. Þama er um afturför að ræða frá því sem tíðkaðist í sakadómi Reykjavíkur. Þar var boðunardeild á vegum dómsins starfandi og var algengt að dómari afhenti boðunardeildinni lista sama dag og máli var úthlutað. Var boðunardeildinni ætlað að hafa símasamband við menn og boða þá til þings jafnvel daginn eftir. Þegar allra ofangreindra atriða hefur verið gætt, sýnir reynslan að mál eru þingfest einni til tveimur vikum frá úthlutun. Frá þessu geta þó verið undantekningar, sérstaklega ef ákærði situr í gæsluvarðhaldi, en samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 122. gr. laga nr. 19/1991 má þingfesta mál þótt fyrirkall hafi ekki verið gefið út, ef ákærði sækir þing. Oft er unnt að ljúka játningarmáli á þingfestingardegi, en það er þó ekki algilt. Stundum óskar ákærði eftir því að honum verði skipaður verjandi, enda þótt hann hafi játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Yfirleitt berst dómara ekki vitneskja um þessa ósk ákærða fyrr en fyrirkall hefur borist frá lögreglustjóra, áritað um birtingu. Þegar þannig stendur á, hafa sumir dómarar þann hátt á að senda verjandanum umsvifalaust skipunarbréf á myndsendi og er þá oft skammur tími til stefnu fyrir verjandann að kynna sér málið, 1 til 3 dagar. Reynslan sýnir að sjaldnast er hægt að ljúka málum á þingfest- ingardegi þegar þannig stendur á og er máli þá frestað til málflutnings um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga, sbr. lokamálslið 125. gr. Þarf þá að samræma tíma dómara, ákæranda og verjanda og getur þetta reynst allsnúið og mál tafist nokkuð af þeim sökum. Þá ber nokkuð á því, að mál, sem við fyrstu skoðun sýnast einföld játningarmál, taka aðra stefnu þegar ákærði hefur fengið verjanda sér til fulltingis. Vilja sakbomingar þá ekkert kannast við játningu sína hjá lögreglu og reynist málið því tafsamara en útlit var fyrir í fyrstu. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.