Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 43
það tíðkast lengst af að lögregla taki formlegar skýrslur af flestum ef ekki öllum sem eiga nafn á skuldabréfinu, sem auk skuldarans (sakbomingsins) geta verið allt að 3 ábyrgðarmenn og 4 vottar. Að kalla fyrir á einn stað á stuttum tíma allt að 7 manns til formlegrar yfirheyrslu tekur tíma og mun lengri en margir ætla. Þess í stað gæti lögreglumaðurinn farið út og rætt við viðkomandi og gert skýrslu um framburð þeirra sem hann ræddi við. Sá skilningur virðist ríkjandi meðal margra sem í þessu kerfi starfa að engin rannsókn standi undir nafni nema teknar séu formlegar skýrslur af öllum hugsanlegum vitnum og þegar talað er um að taka skýrslu þá er átt við að viðkomandi sé stefnt á lögreglustöð og hann yfirheyrður þar formlega sem vitni að viðstöddum votti. Sama gildir um yfirheyrslur yfir sakborningum hvort sem er í minni eða stærri og alvarlegri málum. Menn kunna að spyrja hvers vegna fyrirkomulagið sé með þessum hætti, ef hvergi er áskilið í lögum að þeir sem yfirheyrðir eru hjá lögreglu þurfi t.d. að staðfesta framburð sinn með undirskrift á lögregluskýrslu. Hver svo sem ástæðan er þá hefur lögregla ekki fengið nein skilaboð um að hafa þetta með öðrum hætti, heldur þvert á móti, bæði frá ákæruvaldi og jafnvel dómstólum. Samkvæmt 72. gr. laganna um meðferð opinberra mála er ljóst að lögreglu- menn eiga að skrifa skýrslur um allar sínar aðgerðir, það þarf ekki að rökræða, en hvergi er að finna ákvæði sem segir að vitni og sakbomingar þurfi að staðfesta framburð sinn hjá lögreglu með undirskrift. Er nú ekki úr vegi að nefna atriði sem mætti breyta til að hraða meðferð máls sem er upplýst og játað frá upphafi; nefnilega það að minnka þessa skýrslugerð og fækka þessum formlegu yfirheyrslum hjá rannsóknarlögreglu. Ég mun ekki fjalla um gildi eða þýðingu lögregluskýrslna í dómsmáli, enda mun það áður hafa verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Áður var minnst á markmið lögreglurannsóknar, að rannsóknarlögreglu sé fyrst og fremst ætlað að afla gagna og rannsaka mál að því marki sem þarf til að ákæruvaldinu sé unnt að taka ákvörðun um hvort mál verður höfðað eður ei. Lögreglumenn skrifa skýrslur um allar sínar aðgerðir eins og áður sagði. Þeim ber meðal annars að finna sjónarvotta og aðra sem geta borið vitni, þeim ber að rannsaka vettvang og þeim ber að gera skriflegar skýrslur um allar sínar aðgerðir og skrá niður framburð þeirra sem yfirheyrðir eru, jafnt framburð vitna sem sakborninga. Frá því ég kom fyrst að þessum málum fyrir 14 árum síðan hefur það tíðkast hjá lögreglu, að öll vitni eru tekin til formlegrar yfirheyrslu á lögreglustöð og gerð skýrsla. Ég hef haldið því fram að það sé ekki og geti ekki verið nauðsynlegt að hafa þann hátt á í öllum málum, sérstaklega á ég við mál sem liggja ljós fyrir frá upphafi og framburður vitnis hefur ekki afgerandi þýðingu varðandi sönnun. Það á nægja að lögreglumenn fari út og hitti fyrir vitnin og ræði við þau og skrifi hjá sér það sem þau hafa að segja. í stað þess að ákæruvaldið fái fleiri blaðsíður af framburðum vitna, fái það lista yfir nöfn þeirra vitna sem tiltæk eru, ásamt stuttri frásögn sem höfð er eftir hverju og 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.