Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 40
Hörður Jóhannesson er yfirlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins Höröur Jóhannesson: HRAÐARI MEÐFERÐ JÁTNINGARMÁLA Höfundur flutti á dómsmálaþingi 12. nóvember 1993 erindi það sem hér er birt lítið breytt. I. Þeir sem starfa á þeim vettvangi sem hefur verið kallaður dómskerfið, hafa við ýmis tækifæri rætt leiðir til að hraða meðferð mála, ekki vegna þess að gagnrýni utanfrá hefur lengstum snúist um seinagang þessa annars ágæta kerfis, heldur vegna þess að því miður hafa komið upp mál sem gáfu tilefni til þess. Það er daglegt viðfangsefni hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins að fást við sívaxandi fjölda mála og reyna að koma þeim áfram í gegnum rannsókn þar sem allir starfsmenn eru hlaðnir verkefnum. Það er því ágætt tækifæri að fá að ræða hér hraðari meðferð játningarmála og heyra sjónarmið annarra um það efni. II. Markmið rannsóknar er að afla allra nauðsynlegra gagna til þess að ákæranda sé fært að ákveða að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferðar, eins og segir í 67. grein laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991. Með orðinu rannsókn í þessu sambandi er eingöngu átt við aðgerðir lögreglu og ákæruvalds til að upplýsa mál og búa það undir saksókn en málsmeðferð tekur til reksturs máls eftir útgáfu ákæru. Þetta ákvæði má skilja samkvæmt orðanna hljóðan og segja sem svo að með rannsóknum sínum sé rannsóknarlögregla fyrst og fremst að sinna ákæruvaldinu, ef svo má að orði komast, þau gögn, skýrslur og sönnunargögn, sem verða til og er aflað við rannsókn lögreglunnar eru fyrir ákæruvaldið til 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.