Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 45
Meðferð þessara mála má flýta verulega með því að senda þau beint til ákæruvalds án milligöngu rannsóknarlögreglu, því málin liggja ljós fyrir, þau eru upplýst og sakborningur hefur játað og frekari rannsókn er óþörf. Að breyta þessu kostar ekkert og er fyrst og fremst spuming um breytt vinnubrögð hjá lögreglu í fullu samráði og samvinnu við ákæruvaldið. I beinu framhaldi af þessu hlýtur að koma til álita að fela lögreglustjórum, þ.m.t. rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, aukið ákæruvald sem tæki til þessara játningarmála, sem liggja Ijós fyrir, og frá upphafi er ljóst að ekki þarf annað að gera en að taka ákvörðun um saksókn, ákvarða viðurlög eða kveða upp dóm. Lögreglustjórarnir eru með brotamennina við hendina heima í héraði, ef svo má að orði komast, og einfaldast að þeir haldi áfram með málið fyrir dóm líkt og nú er háttað með umferðarlagabrotin o.fl. sem lögreglustjóramir afgreiða samkvæmt heimild í 28. gr. laga 19, 1991 um meðferð opinberra mála. IV. Hraðari meðferð játningarmála felur ekki í sér að lögregla, ákæruvald og dómarar flýti sér í þeim skilningi að hespa málum af á einhverjum mettíma eingöngu tímans vegna, eða að einhver fjörkippur færist í meðferð máls við það eitt að játning komi fram á einhverju stigi málsins Átt er við annars konar meðferð málanna og eins og staðan er í dag er það fyrst og fremst hjá rannsóknarvaldinu sem svo er kallað, þ.e. lögreglu og ákæruvaldi. Hér hljótum við að vera að tala um, að mál sem frá upphafi uppfylla ákveðin skilyrði, fái sérstaka meðferð. Markmiðið er þá að sjálfsögðu að málin fái hraða meðferð og verði lokið, enda eru þau þannig vaxin að þau krefjast ekki frekari rannsóknar. Það eru ekki bara þessi játningarmál sem fengju hraðari meðferð, því það að játningarmálin fari í sérstakan farveg mun hafa í för með sér að önnur mál renni einnig hraðar í gegn, því að hin verða þá ekki að þvælast fyrir, þau fara aðra leið. Það mætti líkja þessu við umferðina. I gamla fyrirkomulaginu er um að ræða þröngan malarveg þar sem ekkert svigrúm er til framúraksturs og þar fara um bæði stór og smá ökutæki, hraðskreið eða hægfara. Allir eru á leið á sama stað, enda er um einstefnu að ræða, og allir komast á leiðarenda að lokum. Á leiðinni þurfa þunglamalegri ökutækin að nema staðar nokkrum sinnum og á meðan komast hin léttari ekki áfram og þannig myndast biðröð. Nýja fyrirkomulagið er þá eins og akreinaskiptur vegur með varanlegu slitlagi þar sem léttari og hraðskreiðari ökutækin kæmust tafarlaust alla leið á leiðar- enda eftir vinstri akreininni óháð umferðinni eftir hægri akreininni. Einfaldast er að stilla þessu þannig upp; í upphafi uppfyllir málið öll skilyrði til að fá þessa sérstöku meðferð, það fær hana hjá lögreglu og handhafa ákæruvalds, hvort sem það verður lögreglustjóri eða rrkissaksóknari, málið fer fyrir dóm þar sem ákærði játar skýlaust alla þá háttsemi sem honum er gefin að sök og málið er dómtekið samkvæmt 125. gr. án frekari meðferðar fyrir 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.