Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Blaðsíða 31
Önnur aðferð til að flýta málum er að létta álagi af dómstólum og rýmka heimild lögreglustjóra til að ljúka málum samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 115. gr. laga nr. 19/1991. Heimild lögreglustjóra takmarkast nú við sviptingu ökuréttar allt að einu ári, upptöku eigna og sekt að fjárhæð kr. 75.000. Má varpa fram þeirri hugmynd að ofangreind fjárhæð verði hækkuð og heimildin nái til sviptingar ökuréttar allt að þremur árum. Ekki ætti að vera vandkvæðum bundið fyrir lögreglustjóra að meta sviptingartíma, enda eru í umferðar- lögunum mjög skýr ákvæði um sviptingu ökuréttar, sbr. 101. og 102. gr., sbr. lög nr. 44/1993. Með þessum hætti mætti ljúka verulegum fjölda mála, sem nú sæta dómsmeðferð. Hér verður þó að hafa í huga að stjómarskráin er á því byggð, að dómstólar fjalli að höfuðstefnu til um ákvörðun refsiviðurlaga, en frávik frá því hafa þó verið talin heimil. Sumir fræðimenn telja þó að víðtæk frávik verði naumast talin samþýðanleg stjómarskránni.1 Er því spuming hvort heimildin hafi ekki verið þanin til hins ýtrasta með lögfestingu 2. mgr. 115. gr. Þá mætti í síðasta lagi nefna sem leið til úrbóta að auka skilvirkni boðunarkerfísins. Þó er óljóst hvaða árangri það skilar, enda hafa dómarar oft skipulagt vinnutíma sinn nokkrar vikur fram í tímann. Hins vegar má með gjömýtingu dómsala rýma til fyrir játningarmálum, sem þá væri hægt að taka fyrir með skömmum fyrirvara. Með ólíkindum er hverju hægt er að afkasta á t.d. einum klukkutíma, en skipulögð vinnubrögð og tölvutæknin hafa gjörbreytt málsmeðferð allri. VI. LOKAORÐ í 1. mgr. 133. gr. laga nr. 19/1991 segir að hraða skuli meðferð máls eftir föngum. Hraðari meðferð játningarmála hefur ýmsa augljósa kosti í för með sér, en er þó ekki með öllu gallalaus. Hraðinn má aldrei verða slíkur að hætta sé á hroðvirkni og mistökum. Þá verður að gæta að rétti sakbomings til nægilegs tíma og aðstöðu til að undirbúa vöm sína, sbr. b-lið 3. mgr. 6. gr. Evrópu- samnings um vemdun mannréttinda og mannfrelsis. í játningarmálum eru það viðurlögin, sem sakborningur hefur mestar áhyggjur af og má hann ekki fá þá tilfinningu að dómari hafi fyrirfram komist að niðurstöðu og málflutningur verjanda hans falli því í grýttan jarðveg. Ekki má heldur gleyma því réttarfarshagræði tjónþola að koma bótakröfu sinni að í opinberu máli, en sú hætta er fyrir hendi að bótakröfur falli milli stafs og hurðar keyri málshraði úr hófi. Niðurstaðan af þessari umfjöllun er sú, að játningarmál sæta nú eins skilvirkri meðferð fyrir dómi og rúmast innan ramma laganna. Hins vegar má alltaf gera betur, en málshraðinn má þó aldrei verða á kostnað réttaröryggis. 1 Ármann Snævarr, Þættir úr refsirétti II., 2. útg. 1974 bls. 68-69. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.