Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1994, Side 37
gert ráð fyrir því að ekki sé alltaf unnt að sækja í einu máli allar sakir á hendur manni. Telja verður einnig að beiting 78. gr. almennra hegningarlaga hér sé til hagsbóta fyrir brotamann því að hún auðveldar hraðari afgreiðslu mála og tryggir það jafnframt að sakbomingi er að lokum í einu lagi dæmd refsing fyrir öll brotin. Rétt er að taka fram, að fyrir lagbreytinguna kom þessi spuming síður upp. Dómarar kynntu sér ekki alltaf hvort sakbomingar ættu ólokin mál hjá lögreglu en nú er þetta eitt af þeim atriðum, sem sjálfsagt er að sækjandinn geri grein fyrir í dómi. Nú hefur sá háttur verið tekin upp, að Rannsóknarlögregla ríkisins tilkynnir Ríkissaksóknara ef menn eiga fleiri óafgreidd mál hjá lögreglu en send eru Ríkissaksóknara til meðferðar hverju sinni. Akærandi getur með símtali aflað sér upplýsinga um stöðu mála og ákveðið samkvæmt því hvort hagkvæmt sé að bíða eftir þeim málum sem enn eru í rannsókn eða höfða mál strax. Þetta gæti leitt til þess að ákærandi gæti komist að þeirri niðurstöðu að láta ólokin mál sakbomings hjá lögreglu niður falla samkvæmt heimild í d-lið 2. mgr. 113. gr. oml., þ.e. „ef svo stendur á sem í 78. gr. almennra hegningarlaga segir að ætla verði að ekki yrði um frekari refsingu að ræða þótt sakfellt yrði“. Þessi heimild ákæruvalds er nýmæli sem byggir enn á meginreglunni um hraða málsmeðferð og segir ótvírætt til um vilja löggjafans. Ég tel að koma megi þessum erfiðu „bandormum“ mun fyrr í dóm í áföngum eftir því sem hentugast er hverju sinni og stytta þannig til muna þann tíma sem það tekur að koma málunum fyrir dóm. Hér reynir á samhæfð vinnubrögð Ríkissaksóknara og rannsóknarlögreglu og upplýsingastreymi, sem hefur reyndar aukist eftir að farið var að sækja játningarmál fyrir dómi. Hafa breytt vinnubrögð þegar leitt til skjótari afgreiðslu þessara mála. Samvinna rannsóknarlögreglu og ákæruvalds hefur alltaf verið góð að þessu leyti, hér má þó enn um bæta enda um sameiginlega hagsmuni að ræða. III. 1 Tékkamisferli Ég tel óhjákvæmilegt að staldra örstutt við þessa tegund brota. Fjöldi tékkamála er svo mikill að segja má að manni virðist oft sem rannsóknar- lögregla og starfsmenn Ríkissaksóknara séu hreinlega að drukkna í þeim. Áður fyrr voru þjófnaðir lang umfangsmesti málaflokkur játningarmála eins og þau eru reyndar í nágrannalöndum okkar. Á síðasta ári voru af hálfu Ríkissak- sóknara gefnar út í þjófnaðarmálum 153 ákærur en 169 fyrir skjalafals, sem er að mestum hluta notkun á fölsuðum tékkum. Þá er einnig mjög mikið um málshöfðanir vegna tékkasvika. Hér höfum við Islendingar sérstöðu. Tölur segja okkur ekki allt því að rannsókn tékkamála er tímafrek og í þessum flokki brota myndast oft þessir erfiðu „bandormar“ þegar margir menn standa saman að brotum. 31

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.