Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 24
að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Reglan leggur á at- vinnurekendur skyldu til aðgerða án þess þó að fela í sér jákvæða mismunun gagnvart einstaklingnum og er í samræmi við tilgang og markmið kvennasamn- ings Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindasamningar leggja þær skyldur á herðar ríkisstjóma þeirra landa sem aðild eiga að viðkomandi samningi að tryggja sérhverjum einstaklingi inn- an lögsögu viðkomandi ríkisvalds þau réttindi og þá vernd sem í samningnum felast. Samkvæmt ákvæðum kvennasamningsins ábyrgist ríkisvaldið að tryggja öllum konum vemd gegn mismunun, sbr. 1. mgr. 2. gr. samningsins og fulla þróun og framfarir þeim til handa svo að þær geti notið mannréttinda sinna sbr. 3. gr. Ríkisvaldið hefur því mikilvægar fordæmis- og frumkvæðisskyldur til að koma á raunverulegu jafnrétti kynja. í jafnréttislögum er ákvæði um að félags- málaráðherra, sem er sá ráðherra sem fer með jafnréttismál í ríkisstjórninni, skuli leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til fjögurra ára til að koma á jafnrétti kvenna og karla. Þingsályktunartillagan skal byggja á til- lögum frá jafnréttisráði og einstökum ráðuneytum. í byrjun þessa árs verður lögð fram ný áætlun fyrir árin 1998-2002. Markvissar aðgerðaáætlanir eru mik- ilvægar. Samtímis er nauðsynlegt að fram fari reglulegt mat á árangri sérhverrar aðgerðar sem gripið er til. Litið er svo á að kvennasamningur Sameinuðu þjóðanna taki til skyldu að- ildarríkjanna bæði til aðgerða og til árangurs. í 2. gr. samningsins er ítrekað að aðildarríkin takist á hendur ekki aðeins að fordæma mismunun gagnvart konum heldur einnig „að gera allar viðeigandi ráðstafanir“ til að útrýma henni, sbr. b, e og t' lið 2. gr. Eftirlitsnefndin með framkvæmd samningsins, CEDAW nefnd- in, hefur ekki sett leiðbeinandi reglur um túlkun og framkvæmd 2. gr. samn- ingsins. Það hefur hins vegar Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (The Human Rights Committee) gert vegna alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjómmálaleg réttindi og fjárhags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) vegna samningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Samkvæmt þessum samningum taka aðildarríkin á sig þá skyldu að virða þau réttindi sem tiltekin eru í samningunum en einnig að tryggja að sér- hver einstaklingur fái notið þeirra.13 Samkvæmt þeim leiðbeinandi reglum sem þessar nefndir hafa sett sér eru þessi ákvæði túlkuð svo að þau taki bæði til að- gerða og raunverulegs árangurs. Aðildarríkin fordæma sérhverja mismunun gagnvart konum og em ásátt um að framfylgja með öllum tiltækum ráðum og án tafar stefnu sem miðar að af- námi mismununar gagnvart konum, sbr. 2. gr. samningsins. Skuldbindingin sem í greininni felst takmarkast ekki við eigin aðgerðir ríkisvalds eða hegðun. Að- ildarríkin geta orðið ábyrg fyrir aðgerðum eða aðgerðaleysi einstaklinga, fyrir- 13 Sjá nánar grein eftir Cook, Rebecca J.: State Accountability Under the Women's Convention. Human Rights of Women 1995. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.