Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 46
hverju nafni sem við viljum nefna rétthafann, getur ekki verið eigandi í hefð- bundnum lögfræðilegum skilningi þess hugtaks, enda hefur þjóðin sem slík engar þær almennu heimildir, sem einstaklingseignarrétti fylgja. Sem dæmi um réttarreglur, sem tryggja öllum almenningi tilteknar heimildir, má t.d. nefna heimild almennings samkvæmt náttúruvemdarlögum til að eiga för um landsvæði utan landareigna lögbýla og dvöl á þessum svæðum í lögmæt- um tilgangi; rétt almennings samkvæmt sömu lögum til berjatínslu á landsvæð- um utan landareigna lögbýla og til þess að lesa ber, sem vaxa villt á óræktuðum landsvæðum, er teljast til landareigna lögbýla, til neyslu á vettvangi og loks það ákvæði vatnalaga, að öllum sé rétt að fara á bátum og skipum um öll skipgeng vötn. 4.3 Heimildir almennings teljast almennt ekki eign Þótt almenningi séu fengnar slíkar lögmætar heimildir, sem hér hafa verið nefndar, er ljóst, að enginn einstaklingur getur almennt talið slíka heimild eign sína í þeim skilningi, sem hér um ræðir. Af því leiðir, að svipting þessara heim- ilda eða skerðing myndi ekki stofna til bótaskyldu samkvæmt eignamáms- ákvæði stjórnarskrárinnar.15 Ávallt hljóta þó í þessu sambandi að vera einhver takmarkatilvik. Yfirleitt hefur þó verið gengið út frá því í lögfræðilegri umræðu hérlendis sem erlendis, að heimildir manna eða frjálsræði til veiða á opnu hafi, geti ekki talist eign í skilningi stjómarskrárinnar. Segja má, að þar komi tvennt til. Annars vegar þau fjarlægu tengsl, sem eru á milli heimildarinnar og rétthafanna, og vegna þess hve sá hópur er lítt skilgreindur og afmarkaður. Hins vegar sú staðreynd, að enginn getur helgað sér hafsvæðin umhverfis landið, hvort heldur sem er út- hafið eða hafalmenningana, sem eign sína og þaðan af síður fiska eða önnur dýr, sem þar kunna að finnast. Slík verðmæti geta því bæði vegna sérstaks eðlis síns og vegna fjarlægðarinnar við rétthafann tæpast verið séreign neins einstaks manns og þannig undirorpin eignarrétti hans. Hér var fyrst og fremst um al- mennan afnotarétt að ræða, og ef hann er borinn saman við þær heimildir, sem almennt eru taldar felast í eignarréttinum, þá kemur eftirfarandi í ljós: 1. Enginn einn einstaklingur eða hópur einstaklinga hafði slíkan umráðarétt yfir veiðiréttinum, að aðrir væra útilokaðir frá því að hagnýta sér hann einn- ig. Rétturinn var almennur. 2. Um var að ræða ákveðinn hagnýtingarrétt, sem þó var almennur afnotaréttur. 3. Rétti þessum varð ekki ráðstafað með löggemingi. 4. Rétturinn gat ekki orðið grundvöllur lánstrausts, þ.e. hann varð ekki veð- settur. 15 Gaukur Jörundsson: Um eignamám, bls. 53-54 og 77-78; Alf Ross: Om ret og retfærdighed, bls. 212; Frede Castberg: Norsk Statsforfatning II, bls. 247-248; Knut Robberstad: Til ekspro- priasjonsretten, bls. 93-96. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.