Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 50
í þessu samhengi, að þau sýna, að ríkisvaldið telur sig bært til þess að ráðstafa náttúruauðlindum, sem er að finna á eigendalausum svæðum á landi í þágu þjóðarheildarinnar. Hinu sama hlýtur þá að gegna um náttúruauðlindir í hafalmenningununi við og umhverfis landið.18 6.0 NÁNAR UM HIÐ NÝJA KERFI, P.E. VEIÐIHEIMILDIR 6.1 Löggjafarþróun frá 1976-1990 Með lögum nr. 81/1976 um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands fékk ráðherra, eins og áður segir, heimild til að ákveða hámark þess afla, sem veiða mátti af hverri fisktegund á tilteknu tímabili. Voru þá veiðar tiltekinna tegunda háðar sérstökum eða almennum leyfum frá ráðherra. I kjölfarið kom svokallað „skrapdagakerfi“ á árunum 1978 til 1983, en með því voru sóknardagar skipa takmarkaðir, þ.e. skipum var bannað að stunda tilteknar veiðar á vissum tíma- bilum. í þessu kerfi var ekki ákveðið fyrirfram, hversu mikinn botnfiskafla hvert skip fékk á þeim dögum, er veiðar voru heimilar. í upphafi árs 1984 varð veigamikil breyting á reglum urn stjóm botnfiskveiða hér á landi. Með lögum nr. 82/1983 var svonefnt kvótakerfi tekið upp. Megin- atriði þess var, að tekin var upp sú aðferð, að hvert fiskiskip yfir 10 brúttólest- um fékk úthlutað heimild til að veiða tilgreint magn af ákveðnum botnfiskteg- undum, og var heimildin nefnd aflakvóti eða aflamark. Var aflakvótinn fyrsta árið miðaður við aflareynslu viðkomandi skips á þremur næstu ámm þar á und- an, svonefndum viðmiðunarárum. Kvótakerfið var ekki hreint aflakvótakerfi, því heimilt var einstökum skipum að velja svonefnt sóknamiark, þ.e. fiskiskip fékk heimild til að stunda botnfiskveiðar ákveðinn dagafjölda, þó með tak- mörkunum á þorskafla og hugsanlega fleiri fisktegundum. Fram til ársins 1986 var val á milli aflakvóta og sóknarmarks vemlegum tak- mörkunum háð, en á áranum 1986 til 1987 vom þessar heimildir rýmkaðar, en þær voru svo aftur þrengdar á árinu 1988. Aðrar veiðar en botnfiskveiðar voru ýmist háðar sérstökum leyfum eða ráðherra gat ákveðið, að þær skyldu leyfis- bundnar.19 6.2 Almennt veiðileyfi - Aflahlutdeild og aflamark Með lögum nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða, sem eru ótímabundin, var það kerfi tekið upp, að fiskveiðum skyldi stjórnað með úthlutun veiðileyfa. Miðað er við það í lögunum, að allar veiðar séu leyfisbundnar. Árlega er öllum þeim skipum, sem fullnægja almennum skilyrðum laganna, veitt eitt almennt veiðileyfi, og veitir það leyfi heimild til að veiða þær tegundir, sem ekki sæta sérstöku aflamarki, með þeim takmörkunum þó sem leiðir af 18 Sjá nánar Þorgeir Örlygsson: „Um eignarhald á landi og náttúruauðlindum", bls. 60.^-605, og að því er danskan rétt varðar Knud Illum: Dansk Tingsret, bls. 17. 19 Sjá nánar Tryggvi Gunnarsson: „Stjómarskráin og stjómun fiskveiða og búvöruframleiðslu". Tímarit lögfræðinga, 2. hefti 1989, bls. 109 o.áfr. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.