Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 16
Séu hins vegar aðrar opinberar leiðir áhrifaríkari til að ná markmiðum um
jafnan rétt manna en sérstakir samningar er mikilvægt að festast ekki í þeirri
hugsun að það sem talið hefur verið heppilegast hingað til sé það endilega
áfram. Við lifum í samfélagi sem þróast hratt og rétturinn verður að laga sig að
því án þess þó að týna sér í augnabliks tískusveiflum.
3. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR OG JAFNRÉTTI KYNJA
Mannréttindi kvenna hafa verið til umfjöllunar á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna allt frá stofnun þeirra árið 1945. Stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna sem
ber yfirskriftina Sáttmáli hinna sameinuðu þjóða hefst með þessum orðum:
Vér, hinar sameinuðu þjóðir, staðráðnar í
að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri
hefur leitt ósegjanlegar þjáningar yfir mannkynið,
að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti
karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar,
að skapa skilyrði fyrir því, að hægt sé að halda uppi réttlæti og virðingu fyrir skyld-
um þeim, er af samningnum leiðir og öðrum heimildum þjóðaréttar,
Markmiðið um virðingu allra manna og jafnrétti karla og kvenna er síðan
ítrekað í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var á
Allsherjarþinginu árið 1948, bæði í inngangsorðum hennar, í 2. gr. þar sem
staðfestur er réttur allra manna óháð litarhætti, kynþætti, kynferði o.s.frv. til
þeirra réttinda og þess frjálsræðis sem í yfirlýsingunni felst og í 16. gr. mann-
réttindayfirlýsingarinnar er fjallað um jafnan rétt karla og kvenna varðandi hjú-
skap.
Ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna er Alþjóðavinnumálastofnunin,
ILO. Þar hafa verið samþykktar margar mikilvægar samþykktir sem snerta jafn-
rétti kynja. Ein sú mikilvægasta er samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
nr. 100 frá 1951 um jöfn laun karla og kvenna. Island fullgilti hana árið 1958
og árið 1961 fullgilti ísland aðra mikilvæga samþykkt Alþjóðavinnumálastofn-
unarinnar nr. 111 frá 1958 um misrétti með tilliti til atvinnu og starfs. Þessar
tvær alþjóðasamþykktir skuldbinda Island að þjóðarétti. Það á hins vegar ekki
við unt mannréttindayfirlýsinguna.
Árið 1966 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tvo alþjóðasamn-
inga, annan um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og hinn um
borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Voru þeir fullgiltir af íslands háU'u árið
1979 og því bindandi að þjóðarétti.
í samningnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi er að
finna almennt ákvæði um þær skyldur sem aðildarríkin takast á hendur til að
10