Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 75
gildi DNA-rannsókna fyrir úrlausn málsins. Hlutverk meðdómsmanna er m.a. að leggja mat á sönnunargildi sérfræðiskýrslna.17 Þeir leita jafnframt nánari skýringa og upplýsinga á þeim sérfræðilegu álitsgerðum sem lagðar hafa verið fram í málinu. Þess vegna stendur dómurinn betur að vígi þegar hann er skip- aður sérfróðum meðdómsmönnum við úrlausn á því hvort niðurstöður DNA- rannsókna eru áreiðanlegar, hvort þeim megi treysta og hvað veiki sönnunar- gildi þeirra. Þrátt fyrir það úrræði héraðsdómara að geta kallað til sérfróða meðdóms- menn verða hinir reglulegu dómarar þó að hafa einhverja þekkingu á þessum fræðum þannig að þeir geti metið sjálfstætt hvort treysta megi niðurstöðum DNA-rannsókna. Þekking á grundvallaratriðum er þessar rannsóknir varða er þess vegna æskileg, jafnvel nauðsynleg. Nokkur þessara grundvallaratriða hafa verið nefnd hér að framan. Af þeim má t.d. draga þá ályktun að niðurstöður úr DNA-rannsóknum eru yfirleitt áreiðanlegar ef ekki eru sérstök vandamál á ferðinni. Einnig má benda á að þessi vandamál eru ekki endilega algild. í því sambandi getur skipt máli hvort um er að ræða rannsóknir í faðemismálum ann- ars vegar eða í sakamálum hins vegar. Þessu til staðfestingar má nefna nokkur dæmi. í faðemismálum er yfirleitt lítil hætta á því að lífssýni sem notuð em til sam- anburðar hafi blandast öðrum lífssýnum eða að þau hafi á einhvem hátt spillst. Það getur hins vegar verið vandamál þegar tekin em sýni á vettvangi glæps. Sýni sem þannig finnast eru mjög opin fyrir utanaðkomandi efnum. Þau em viðkvæm og ef þau hafa spillst er hætta á að mæling á DNA-erfðaefnum í þeim komi ekki að notum við að upplýsa málið. Ef sýni hefur orðið fyrir utanaðkom- andi áhrifum áður en það finnst og er tekið til rannsóknar skiptir ekki máli þótt öllum reglum um vörslu, meðhöndlun og meðferð sýnisins hafi verið gætt, nið- urstöður DNA-rannsóknar geta í því tilfelli leitt til rangtúlkunar. Mæling getur þannig leitt til rangrar niðurstöðu þótt mælingin sé í sjálfu sér rétt.18 Rannsókn- in þjónar því ekki þeim tilgangi sem henni var ætlað við að leiða sannleikann í ljós. Til þess að niðurstöður DNA-rannsókna verði ekki mistúlkaðar af dóm- stólum í slíkum tilfellum er rétt að orðalagi í álitsgerðum verði hagað þannig, - að ekki hafi tekist að sýna fram á með samanburði á erfðaeinkennum að umrætt sýni sé frá tilteknum einstaklingi komið- í stað þess að orða það þannig, -að úti- 17 Sbr. Stefán Már Stefánsson, bls. 289 en þar segir: „Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að dómstóll er betur í stakk búinn til þess að kveða á um sönnunargildi sérfræðiskýrslna ef hann hefur sjálfur sérfræðiþekkingu á að skipa“. 18 Þetta má skýra betur með eftirfarandi tilbúnu dæmi: Ef baktería hefur komist í sýnið er sá möguleiki hugsanlega fyrir hendi að það geti leitt til þess að annað hvort hafi bakterían áhrif á erfðaefnin í sýninu eða að greining fari fram á erfðaefni í bakteríunni og að það verði borið saman við erfðaefni meints sakbornings. Niðurstaðan úr þeirri mælingu gæti því orðið sú að sýnið sé ekki úr sakbomingnum þrátt fyrir að svo sé. Þannig hefur mælingin verið rétt en með henni hefur ekki tekist að bera saman það sem ætlunin var að bera saman vegna þess að sýnið var ekki hreint sýni. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.