Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 32
á málsástæður og lagarök stefnanda fyrir kröfum sínum og voru þær teknar til greina að fullu. Málið fór áfram til Hæstaréttar og þar kvað við annan tón. í dómi Hæstaréttar segir að ljóst sé að fjárhag fyrirtækisins hafi verið svo komið síðari hluta árs 1993 að brýn nauðsyn hlyti að hafa verið til þess að hagrætt yrði til hins ítrasta í rekstri þess. Ekki sé ástæða til að draga í efa að nærtæk og eðlileg ráðstöfun í því efni hafi verið að leggja niður útibúið á Sauðárkróki sem leitt hafi til þess að konunni var sagt upp starfi. Þyki fyrirtækið með þessu hafa sýnt fram á svo veigamikið tilefni fyrir uppsögninni að á það beri að fallast að fullnægt hafi verið áskilnaði um gildar ástæður uppsagnar í 1. mgr. 7. gr. 1. 57/1987. Skipti ekki máli þótt þessi ráðstöfun hafi engan veginn skipt sköpum um rekstrar- afkomu fyrirtækisins í heild. Að svo vöxnu máli og þar sem viðhlítandi rök skorti fyrir því, að þessar gildu ástæður hafi ekki valdið uppsögninni heldur þungun konunnar verði ekki talið að brotið hafi verið gegn ákvæðum 1. mgr. 6. gr. jafnréttislaga. Þegar bomar em saman niðurstöður annars vegar kæmnefndar jafnréttismála og hins vegar Hæstaréttar virðist sem sömu sjónarmiðum sé beitt hvað varðar sönnunarbyrði. Kærunefnd tekur skýrt fram að fyrirtækið skuli sanna að gildar ástæður hafi verið fyrir hendi. Hæstiréttur segir í dómi sínum að áfrýjandi þyki hafa sýnt fram á svo veigamikið tilefni fyrir uppsögninni að um gilda ástæðu sé að ræða. Dómur Hæstaréttar fjallar hins vegar ekkert um hagsmunamatið sjálft, þ.e. hagsmuni konunnar af að njóta vemdar laganna annars vegar og hagsmuni fyrirtækisins hins vegar af því að spara á því sviði sem því best hentaði. Engu að síður er það þetta hagsmunamat sem hlýtur að ráða niðurstöðunni. Mat kæm- nefndar, sem er ítarlega rökstutt, er að fyrirtækið hafi ekki sýnt fram á nægileg- ar ástæður fyrir uppsögninni en Hæstiréttur kemst að gagnstæðri niðurstöðu án þess þó að rökstyðja mikið sjálft matið. Þó er ljóst af dóminum að ekki er nauð- synlegt að uppsögnin skipti sköpum um rekstrarafkomu fyrirtækisins. Aðrar leiðbeiningar er ekki að finna. Velta má því fyrir sér hvort og þá hver áhrif það hefði haft á niðurstöðu dómsins ef hann hefði tekið til umfjöllunar ákvæði kvennasamningsins við túlkun laganna. Ekki er víst að það hefði breytt niðurstöðunni á nokkum hátt en þá hefði vafalaust þurft að taka til skoðunar þau sjónarmið sem að baki honum búa og hefði það ef til vill getað gefið vísbendingu um gildi hans fyrir íslenskan rétt. Það sama á vitanlega við um önnur þau mál sem komið hafa fyrir dómstóla og varða jafnrétti kynjanna. 5. LOKAORÐ Við höfum hér að framan gefið yfirlit yfir helstu réttindi sem kvennasamn- ingurinn veitir konum sem og þær skyldur sem aðildarríki hans hafa tek:ð á sig og það eftirlitshlutverk sem CEDAW nefndin hefur. Þá höfum við fjallað um sjónarmið kvennaréttar varðandi samninginn sjálfan og túlkun hans. 1 ekki lengri umfjöllun en þessari verður óhjákvæmilega mörgu að sleppa sem áhuga- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.