Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 18
gegn því að konur fái notið fullra mannréttinda. Mögulegt sé því að tryggja kon- um raunverulega vemd á grundvelli hinna hefðbundnu mannréttindasamninga en að þeir séu vannýttir sem tæki til vemdar mannréttindum þeim til handa. Hvað sem um þessar skoðanir fræðimanna má segja, þá er ljóst að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa talið nauðsynlegan sérstakan mannréttindasamning sem taki mið af sérstöðu kvenna og er til viðbótar þeim sem kalla má hina al- mennu manméttindasamninga. 4. KVENNASAMNINGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 4.1 Almennt Kvennasamningurinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1979 og var tilbúinn til staðfestingar fyrir aðildarríkin í júlí 1980 á annarri kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kaupmannahöfn. Samn- ingurinn tók gildi í september 1981, 30 dögum eftir að 20 ríki höfðu sent inn staðfestingu á fullgildingu hans. Á miðju ári 1995 höfðu 141 ríki af 185 aðildar- ríkjum Sameinuðu þjóðanna fullgilt samninginn.7 Island fullgilti hann árið 1985. Margar þjóðir hafa gert fyrirvara við einstök ákvæði og er það nánast svo að finna má fyrirvara við allflest ákvæði samningsins. Þegar fjallað er um kvennasamning- inn er mikilvægt að sá aðdragandi sem lýst er í kafla 3 sé hafður í huga. í inngangi að samningnum segir m.a.: Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum, með tilliti til þess að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna staðfestir trú á grundvallarmann- réttindi, mannvirðingu og manngildi og á jafnan rétt karla og kvenna, með tilliti til þess að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna áréttar gmnd- vallarregluna um að misrétti sé ekki leyfilegt og lýsir yfir því að allir menn séu frjáls- bomir og jafnir að virðingu og réttindum og að öllum beri þar til greind réttindi og frelsi, án nokkurrar mismununar, þ.á m. vegna kynferðis, með tilliti til þess að ríkjum sem aðilar eru að alþjóðasamingunum um mannréttindi ber skylda til þess að tryggja jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra efnahags- legra, félagslegra, menningarlegra, borgaralegra og stjómmálalegra réttinda, hafa í huga alþjóðasamninga þá sem gerðir hafa verið að tilhlutan Sameinuðu þjóð- anna og sérstofnana til þess að stuðla að jafnrétti karla og kvenna, einnig með tilliti til ályktana þeirra, yfirlýsinga og tillagna sem Sameinuðu þjóðimar og sérstofnanir hafa samþykkt til að stuðla að jafnrétti karla og kvenna hafa þó áhyggjur af því að konur em enn beittar miklu misrétti þrátt fyrir þessar sam- þykktir. 7 The United Nations and the Advancement of Women. UN 1995. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.