Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Blaðsíða 9
og agavald í megindráttum innan félaganna sjálfra. Það sama á við um svonefnd nýfrjáls ríki Austur-Evrópu. I Tékklandi voru t.a.m. uppi hugmyndir um ríkis- rekið eftirlits- og agavald en frá því var horfið m.a. eftir að samtök evrópskra lögmannafélaga (CCBE) höfðu bent ráðamönnum á þau grundvallarsjónarmið sem þar með væri verið að brjóta. Eitt Evrópuland hefur þó skorið sig úr og er oft vísað til þess í rökum þeirra sem réðu framangreindum sjónarmiðum í frumvarpi til laga um lögmenn, en það er Noregur. I Noregi hefur kerfið verið þannig að ekki er skylduaðild að norska lögmannafélaginu en þó eru þar nánast allir norskir lögmenn félagar. Meginreglan var að félagið hefði eftirlits- og agavald með félagsmönnum en dómsmálaráðuneytið með utanfélagsmönnum. Nú er hins vegar svo komið að norska dómsmálaráðuneytið vill ekki hafa þetta vald og er að koma því til norska lögmannafélagsins. Ef frumvarp til laga um lögmenn verður samþykkt óbreytt, stendur það því eftir að Island mun verða eina Evrópuríkið sem felur ríkisvaldinu að hafa eftirlits- og agavald með lögmönnum. Auðvitað er það svo að lögmenn hafa ekki verið beittir sérstöku ofríki hér á landi og þau sjónarmið heyrast að á íslandi standi lýðræðið og réttlætið svo föstum fótum að ekki sé hætta á misbeitingu valds. Þetta er rangt. Hættan á mis- notkun valds er alltaf fyrir hendi og er raunar meiri í dvergríki eins og íslandi þar sem huglæg sjónarmið taka oft völdin af þeim hlutlægu. Og til hvers er að sækjast eftir valdi sem menn þurfa ekki að hafa? Dómsmálaráðuneytið hefur ekkert með aga- og eftirlitsvald með lögmannastéttinni að gera. Ekki frekar en með öðrum starfsstéttum. Fyrirkomulagið hefur reynst ágætlega hingað til, enda þótt menn geti greint á um hvemig því skuli fyrirkomið og hvemig staðið er að vali þeirra sem með það fara. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekkert með það að gera. Sigurmar K. Albertsson 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.