Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1998, Side 9
og agavald í megindráttum innan félaganna sjálfra. Það sama á við um svonefnd nýfrjáls ríki Austur-Evrópu. I Tékklandi voru t.a.m. uppi hugmyndir um ríkis- rekið eftirlits- og agavald en frá því var horfið m.a. eftir að samtök evrópskra lögmannafélaga (CCBE) höfðu bent ráðamönnum á þau grundvallarsjónarmið sem þar með væri verið að brjóta. Eitt Evrópuland hefur þó skorið sig úr og er oft vísað til þess í rökum þeirra sem réðu framangreindum sjónarmiðum í frumvarpi til laga um lögmenn, en það er Noregur. I Noregi hefur kerfið verið þannig að ekki er skylduaðild að norska lögmannafélaginu en þó eru þar nánast allir norskir lögmenn félagar. Meginreglan var að félagið hefði eftirlits- og agavald með félagsmönnum en dómsmálaráðuneytið með utanfélagsmönnum. Nú er hins vegar svo komið að norska dómsmálaráðuneytið vill ekki hafa þetta vald og er að koma því til norska lögmannafélagsins. Ef frumvarp til laga um lögmenn verður samþykkt óbreytt, stendur það því eftir að Island mun verða eina Evrópuríkið sem felur ríkisvaldinu að hafa eftirlits- og agavald með lögmönnum. Auðvitað er það svo að lögmenn hafa ekki verið beittir sérstöku ofríki hér á landi og þau sjónarmið heyrast að á íslandi standi lýðræðið og réttlætið svo föstum fótum að ekki sé hætta á misbeitingu valds. Þetta er rangt. Hættan á mis- notkun valds er alltaf fyrir hendi og er raunar meiri í dvergríki eins og íslandi þar sem huglæg sjónarmið taka oft völdin af þeim hlutlægu. Og til hvers er að sækjast eftir valdi sem menn þurfa ekki að hafa? Dómsmálaráðuneytið hefur ekkert með aga- og eftirlitsvald með lögmannastéttinni að gera. Ekki frekar en með öðrum starfsstéttum. Fyrirkomulagið hefur reynst ágætlega hingað til, enda þótt menn geti greint á um hvemig því skuli fyrirkomið og hvemig staðið er að vali þeirra sem með það fara. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekkert með það að gera. Sigurmar K. Albertsson 3

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.